Fótbolti

Skrifar 100 pistla um knattspyrnu

Snærós Sindradóttir skrifar
Stefán Pálsson að tala um fótbolta.
Stefán Pálsson að tala um fótbolta. VÍSIR/GVA
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og erkinörd, stendur nú í ströngu við að skrifa hundrað bloggpistla um hina ýmsu fótboltaleiki sem hann man eftir. Pistlarnir eru orðnir fjörutíu talsins en Stefán telur sig eiga nóg efni í sextíu pistla til viðbótar.

Stefán hefur nú þegar sagt frá því þegar hann missti nærri af eigin brúðkaupi vegna leiks Víkings og FH og þegar hann dró aldraðan afa sinn með sér á KR-krána Rauða ljónið til að horfa á heimsmeistaramótið árið 1994.

Lesendur bíða svo spenntir eftir því að vita á hvaða fótboltaleik var kveikt þegar börnin hans komu í heiminn.

Pistla Stefáns má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×