Innlent

200 leigubílar niðri á bryggju

Nær allur leigubílafloti Reykjavíkur var kallaður út í eitt og sama verkefnið í dag þegar tvö þúsund og fjögur hundruð manna skemmtiferðaskip lagði að bryggju í Reykjavík. Hátt í tvö hundruð leigubílar voru sendir á kajann, auk fjölda langferðabíla, til að ferja fólkið í landi. Túrarnir eru allt frá því að vera skottúrar niður í miðbæ upp í ferðalag um Gullfoss og Geysi og nágrenni, auk þess sem ferð í Bláa lónið er sívinsælt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×