Vinnuvélabraskarar nýta neyð Íslendinga 2. maí 2009 05:00 Sér grefur gröf Gunnþór Sigurgeirsson sölumaður hjá Vélafli gengur um vinnuvélaskóginn við Hafnarfjarðarhöfn. Fréttablaðið/Vilhelm Hjálmar Helgason, eigandi Vélafls, segir fyrirtækið hafa selt gríðarmikið af vinnuvélum úr landi eftir bankahrunið. „Ég hef ekki töluna á vélunum sem við höfum selt síðan í október en í síðustu viku seldum við fjórtán vélar úr landi,“ segir Hjálmar. Frá því hrunið varð í október hefur Vélafl haft stórt svæði við Hafnarfjarðarhöfn þar sem notaðar og verkefnalausar vinnuvélar standa í löngum röðum. Hjálmar kveður fyrirtækið selja eigin vélar og vélar fyrir einstaklinga, verktaka og fjármögnunarfyrirtækin. Útlendingar séu mjög iðnir að notfæra sér ástandið. „Við fáum nokkra erlenda gesti í hverri viku sem eru að skoða og kaupa. Það er alþekkt að það kemur hafsjór af mönnum yfir land sem er í þessari stöðu. Það sama gerðist í Finnlandi í kreppu þar 1995. Þá flugu vélabraskarar þangað á mánudögum og keyptu og keyptu af mönnum sem voru í neyð og flugu svo aftur heim á föstudögum,“ segir Hjálmar og bendir á að staðan á verktakamarkaðnum sé auðvitað mjög erfið og mikil yfirgeta í kerfinu. „Enda er innflutningur síðustu ára búinn að vera fáránlega mikill. Margir hafa lent í vandræðum og viljað minnkað við sig fjárfestingu eins og hægt hefur verið en sumur hafa því miður misst tækin.“ Aðspurður segir Hjálmar að það verð sem fáist fyrir vélarnar með sölu úr landi sé ekki gott þótt fall krónunnar hjálpi mikið til. Í landinu sé einfaldlega enn svo mikið af verkefnalausum vinnuvélum og vörubílum að verðið sé afar lágt. „Ég held að um áramótin hafi verið um tólf hundruð beltagröfur í landinu. Ég veit ekki hversu mikið þeim hefur fækkað en giska á að um 25 til 30 prósent þessara tækja sé í notkun í dag. Í þessari stöðu er hægt að gera góð kaup, auk þess sem það er talsvert af verkum í gangi og aðeins að lifna yfir markaðnum hér innanlands. Á morgun [í dag] er Vegagerðin til dæmis að skrifa undir 850 milljóna króna verk á Austurlandi,“ segir Hjálmar. Að sögn Hjálmars eru ýmis önnur tæki en vinnuvélar og vörubílar seld úr landi, meðal annars fólksbílar og rútur. „Ég veit um menn sem hafa keypt sportbáta og verið að baksa við að setja þá upp á vörubíla sem er verið að flytja út,“ segir Hjálmar. Margar vinnuvélanna eru seldar til Hollands þaðan sem þær fara til viðtakenda um víða veröld. „Sjálfir höfum við líka selt vélar til Rússlands, Póllands, Afríku og til Mið-Austurlanda,“ nefnir Hjálmar sem dæmi. gar@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Hjálmar Helgason, eigandi Vélafls, segir fyrirtækið hafa selt gríðarmikið af vinnuvélum úr landi eftir bankahrunið. „Ég hef ekki töluna á vélunum sem við höfum selt síðan í október en í síðustu viku seldum við fjórtán vélar úr landi,“ segir Hjálmar. Frá því hrunið varð í október hefur Vélafl haft stórt svæði við Hafnarfjarðarhöfn þar sem notaðar og verkefnalausar vinnuvélar standa í löngum röðum. Hjálmar kveður fyrirtækið selja eigin vélar og vélar fyrir einstaklinga, verktaka og fjármögnunarfyrirtækin. Útlendingar séu mjög iðnir að notfæra sér ástandið. „Við fáum nokkra erlenda gesti í hverri viku sem eru að skoða og kaupa. Það er alþekkt að það kemur hafsjór af mönnum yfir land sem er í þessari stöðu. Það sama gerðist í Finnlandi í kreppu þar 1995. Þá flugu vélabraskarar þangað á mánudögum og keyptu og keyptu af mönnum sem voru í neyð og flugu svo aftur heim á föstudögum,“ segir Hjálmar og bendir á að staðan á verktakamarkaðnum sé auðvitað mjög erfið og mikil yfirgeta í kerfinu. „Enda er innflutningur síðustu ára búinn að vera fáránlega mikill. Margir hafa lent í vandræðum og viljað minnkað við sig fjárfestingu eins og hægt hefur verið en sumur hafa því miður misst tækin.“ Aðspurður segir Hjálmar að það verð sem fáist fyrir vélarnar með sölu úr landi sé ekki gott þótt fall krónunnar hjálpi mikið til. Í landinu sé einfaldlega enn svo mikið af verkefnalausum vinnuvélum og vörubílum að verðið sé afar lágt. „Ég held að um áramótin hafi verið um tólf hundruð beltagröfur í landinu. Ég veit ekki hversu mikið þeim hefur fækkað en giska á að um 25 til 30 prósent þessara tækja sé í notkun í dag. Í þessari stöðu er hægt að gera góð kaup, auk þess sem það er talsvert af verkum í gangi og aðeins að lifna yfir markaðnum hér innanlands. Á morgun [í dag] er Vegagerðin til dæmis að skrifa undir 850 milljóna króna verk á Austurlandi,“ segir Hjálmar. Að sögn Hjálmars eru ýmis önnur tæki en vinnuvélar og vörubílar seld úr landi, meðal annars fólksbílar og rútur. „Ég veit um menn sem hafa keypt sportbáta og verið að baksa við að setja þá upp á vörubíla sem er verið að flytja út,“ segir Hjálmar. Margar vinnuvélanna eru seldar til Hollands þaðan sem þær fara til viðtakenda um víða veröld. „Sjálfir höfum við líka selt vélar til Rússlands, Póllands, Afríku og til Mið-Austurlanda,“ nefnir Hjálmar sem dæmi. gar@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira