Stórleikarinn Johnny Depp segist ekki eiga síma, þar sem hann vilji ekki láta ná í sig hvenær sem er.
„Ég er tengdur netinu því mér finnst best að eiga samskipti við fólk í gegnum netpóst. Mér finnst það líka vera áhugaverðari samskiptamáti. Ég þoli ekki síma, ég bara þoli þá ekki og ég þoli ekki að það skuli vera hægt að ná í fólk hvenær sem er. Fólk verður bara að venja sig á að hafa samband við mig í gegnum netið,“ sagði leikarinn.
Hann segist einnig hafa gaman af því að eyða tíma með aðdáendum sínum þegar hann sækir frumsýningar. Depp lauk nýverið við að leika í kvikmyndinni The Tourist á móti Angelinu Jolie og í fjórðu Pirates of the Caribbean myndinni. „Mér finnst gaman að heilsa upp á fólkið og þakka því fyrir. Það er vinnuveitendurnir, þú skilur?“
Þolir ekki síma

Mest lesið




Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni




Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun

„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf