Jólaboð Ásdísar Ránar: Piparkökur, Playboy og vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 9. desember 2010 14:11 „Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira