Enski boltinn

Terry vill ekki fara frá Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Terry vill halda áfram hjá Chelse.a
John Terry vill halda áfram hjá Chelse.a vísir/getty
Eftir 5-1 sigur gegn MK Dons í enska bikarnum á síðasta degi janúarmánaðar sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, við blaðamenn að hann fengi ekki nýjan samning hjá Lundúnarliðinu.

Terry, sem hefur spilað allan sinn feril með Chelsea, fullyrti að hann væri á útleið en ætlaði ekki að leggja skóna á hilluna heldur leika utan Englands á næstu leiktíð.

Sjá einnig:Lampard: Ef Terry fær ekki nýjan samning hjá Chelsea flýg ég honum hingað

Þrátt fyrir þessi orð vill Terry ólmur halda áfram að spila með uppeldisfélagi sínu, en honum finnst hann eiga mikið eftir.

„Ég er vongóður um nýjan samning. Ég hef verið hérna í 21 ár og mun ekki gefast upp fyrr en það kemur að þessu. Hver veit hvað gerist,“ segir Terry í viðtali við Sky Sports.

„Ég hef enn mikið að gefa hvort sem það er hér eða annars staðar. Það er alveg klárt,“ segir John Terry.

Terry og félagar hafa verið á miklum skriði undanfarnar vikur og mánuði eftir að Guus Hiddink tók við liðinu. Það hefur aðeins tapað einu sinni síðan Hollendingurinn kom til starfa.

„Guus hefur verið magnaður síðan hann kom. Hann var líka frábær 2009,“ segir John Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×