Lífið

Officera klúbburinn opnar í kvöld

Frá Officera klúbbnum á Keflavíkurflugvelli.
Frá Officera klúbbnum á Keflavíkurflugvelli.

Það verður heldur betur mikið um dýrðir í kvöld þegar stærsti skemmtistaður landsins Officera klúbburinn opnar á nýjan leik. Dagskrá opnunar kvöldsins er ekki af verri endanum en stórsveitirnar Skítamórall og Stuðmenn verða aðal bönd kvöldsins. Diskó dúettinn Þú og Ég, þau Helga Möller og Jóhann Helgasson munu taka comback en dúettinn fagnar 30 ára starfsafmæli í ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni sem stendur að opnunni. Þar kemur einnig fram að Herbert Guðmundsson muni flytja nýja útgáfu af eilífðarsmellinum „Can´t walk away".

Hljómsveitin U2 Project sem er gæluverkefni meðlima Sálarinnar hans Jóns míns, Lands og Sona og Sixties mun taka nokkur vel valinn U2 lög og síðast en ekki síst Micka Frurry. Það er svo hinn eini sanni Atli Skemmtanalögga sem stýrir danstónlistinni á milli atriða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.