Innlent

Handtekinn eftir að hafa klifrað upp á svalir fjölbýlishúss við Kleppsveg

Gissur Sigurðsson skrifar
Nokkrir gistu fangageymslur lögreglu í nótt.
Nokkrir gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Vísir/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast vegna vandræða sem fólk undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna rataði í í gærkvöldi og nótt.

Snemma í gærkvöldi var ungur karlmaður handtekinn þar sem hann var kominn upp á svalir fjölbýlishúss við Kleppsveg og var að reyna að brjótast inn.

Nokkru síðar var nakin kona handtekin utan við fjölbýlishús í Breiðholti. Fyrst var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar og síðan í fangaklefa.

Um svipað leiti var karlmaður handtekinn í Hraunbæ, eftir að hafa haft í hótunum við fólk og laust upp úr miðnætti var erlendur ferðamaður handtekinn eftir að hafa orðið til vandræða í miðborginni. Fólkið sefur úr sér vímuna í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×