Enski boltinn

Pato fimmti Brasilíumaðurinn sem skorar í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexandre Pato fagnar fyrsta marki sínu á Englandi.
Alexandre Pato fagnar fyrsta marki sínu á Englandi. vísir/getty
Alexandre Pato, sem einn sinn þótti efnilegasti leikmaður heims, spilaði loks sinn fyrsta leik fyrir Chelsea þegar ríkjandi Englandmeistararnir mættu botnliði Aston Villa um helgina.

Chelsea átti ekki í vandræðum með að vinna leikinn, 4-0, en Pato skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í sínum fyrsta leik þegar hann kom Chelsea í 2-0 úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Pato gekk í raðir Chelsea í janúarglugganum en hann er á láni frá brasilíska liðinu Corinthians. Þessi 26 ára gamli framherji má muna sinn fífil fegurri, en hann skoraði 51 mark í 117 deildarleikjum fyrir AC Milan frá 2007-2013 og varð Ítalíumeistari 2011.

Pato er fimmti Brasilíumaðurinn sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Brössum hefur ekkert alltaf gengið of vel á Englandi en ásamt Pato hafa fimm byrjað af krafti með marki í fyrsta leik.

Aðeins einn hinn fjögurra er enn að spila í úrvalsdeildinni, einn er mjög frægur en er á hraðri niðurleið og hinir tveir minna þekktir. Svörin eru fyrir neðan myndina fyrir þá sem vilja breyta þessu í hressandi fótboltaspurningu á mánudegi.

vísir/getty
Geovanni skoraði í fyrsta leik fyrir Hull á móti Fulham 16. ágúst 2008. Hann lagði skóna á hilluna árið 2013.

Robinho skoraði í fyrsta leik fyrir Manchester City á móti Chelsea 13. september 2008. Hann gekk í raðir Atlético Mineiro í byrjun þessa árs.

Ilan skoraði fyrir West Ham á móti Burnley 6. febrúar 2010. Hann er leikmaður Bastia í Frakklandi í dag.

Willian skoraði fyrir Chelsea á móti Norwich 6. október 2013. Hann er enn leikmaður Chelsea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×