Enski boltinn

Silvestre óhress með ummæli Evra

Mikael Silvestre
Mikael Silvestre Nordic Photos/Getty Images

Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, var óhress með ummæli fyrrum félaga síns og landa Patrice Evra hjá Manchester United eftir leik liðanna í meistaradeildinni í síðustu viku.

Evra lét þá hafa eftir sér að yfirburðir United hefðu verið slíkir að leikmenn Arsenal hefðu verið eins og börn í höndunum á karlmönnum. Silvestre þykja ummæli landa síns bera vott um virðingarleysi.

"Þetta er virðingarleysi gagnvart leikmönnum eins og Kolo Toure, Emmanuel Adebayor og Robin van Persie. Þeir eru allir eldri en 25 ára. Þeir eru engin börn," sagði Silvestre.

"Það var auðvitað áfall fyrir okkur að fá á okkur mark svona snemma, en við verðum að hafa hugfast að það vantaði menn eins og William Gallas, Gael Clichy og Andrei Arshavin í lið Arsenal. Ef þeir hefðu verið með, hefði þessi leikur þróast öðruvísi," sagði Silvestre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×