Enski boltinn

Sheffield United er komið á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Greg Halford kom sínum mönnum í Sheffield United á Wembley.
Greg Halford kom sínum mönnum í Sheffield United á Wembley. Mynd/GettyImages

Sheffield United tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á Wembley. Sheffield United mætir þar annaðhvort Íslendingaliðunum Burnley eða Reading sem mætast í seinni leik sínum á morgun.

Sheffield United vann 1-0 sigur á Preston á heimavelli sínum, Bramall Lane, í kvöld en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Preston.

Það var Greg Halford sem skoraði sigurmarkið á 59. mínútu leiksins með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Kyle Walker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×