Hafnar tölum um efnahagsskaða - orkan selst ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2012 19:00 Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann." Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann."
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira