Hafnar tölum um efnahagsskaða - orkan selst ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2012 19:00 Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann." Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann."
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira