Færri snúa aftur í fangelsin hér en á Norðurlöndunum Boði Logason skrifar 10. maí 2012 20:31 "Við erum svo heppin með það að 76 prósent af þeim sem losna úr fangelsum hér á landi eru ekki búnir að fá nýjan dóm eftir 2 ár. Hlutfallið er miklu hærra á hinum Norðurlöndunum,“ segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun. mynd/stöð 2 „Við erum svo heppin með það að 76 prósent af þeim sem losna úr fangelsum hér á landi eru ekki búnir að fá nýjan dóm eftir 2 ár. Hlutfallið er miklu hærra á hinum Norðurlöndunum," segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Nú stendur yfir ráðstefna norræna afbrotavarnarráða sem haldin er hér á landi. Þar koma saman sálfræðingar, félagsfræðingar og afbrotafræðingar sem eru að vinna á sviði afbrotavarna. Ráðstefnan hér er haldin á vegum Ríkislögreglustjóra. „Við erum að skoða hvaða leiðir eru í boði til að hindra afbrot. Ég fjallaði í dag um endurkomurannsókn, því það er okkur öllum fyrir bestu að þeir sem fara í fangelsi komi ekki aftur þangað. Við komum næst best út úr þessari rannsókn, sem var framkvæmd á öllum Norðurlöndunum, einungis Norðmenn komu betur út en við," segir Erlendur. „Það ber þó að taka það fram að af þeim sem gegndu samfélagsþjónustu þá komu fæstir til baka á Íslandi. Þetta eru svona þeir hlutir sem við höfum verið að ræða síðustu daga; hvað við getum gert til að minnka endurkomur. Afhverju eru menn að koma aftur í fangelsi? Og hvað getum við gert til að hindra það að fólk fari út í afbrot." Aðspurður hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að þeir sem hafa afplánað hljóti annan dóm og sitji aftur í fangelsi, vísar Erlendur í fyrirlestur norskrar konu á ráðstefnunni. „Hún var að tala um hvernig við getum hindrað það að fólk fari út í afbrot. Þá nefndi hún sem dæmi fjölskyldu þar sem mamman og pabbinn hafa verið í vandræðum, og eignast barn. Frá fyrsta degi sem barnið fæðist þá komi einhver í heimsókn, hjúkrunarfræðingar, félagsfræðingar eða sálfræðingar og veiti fjölskyldunni stuðning, til að koma í veg fyrir að börnin leiðist út í afbrot. Þetta virðist vera eina pottþétta aðferðina til að menn lendi ekki í afbrotum á lífsleiðinni," segir hann. Svona aðferð er dýr en Erlendur bendir á að fangelsisvist sé einnig dýr. „Það er stundum svolítið seint þegar þú ert kominn í fangelsi og búinn að vera í tómu messi og vitleysu þar til þú lendir í fangelsi. Ef þú getur gripið inn í fyrr, þá er það bara gott mál." Ráðstefnunni lýkur á morgun en þá er Litla Hraun heimsótt þar sem Margrét Frímannsdóttir kynnir þá starfsemi sem er í gangi þar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Við erum svo heppin með það að 76 prósent af þeim sem losna úr fangelsum hér á landi eru ekki búnir að fá nýjan dóm eftir 2 ár. Hlutfallið er miklu hærra á hinum Norðurlöndunum," segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Nú stendur yfir ráðstefna norræna afbrotavarnarráða sem haldin er hér á landi. Þar koma saman sálfræðingar, félagsfræðingar og afbrotafræðingar sem eru að vinna á sviði afbrotavarna. Ráðstefnan hér er haldin á vegum Ríkislögreglustjóra. „Við erum að skoða hvaða leiðir eru í boði til að hindra afbrot. Ég fjallaði í dag um endurkomurannsókn, því það er okkur öllum fyrir bestu að þeir sem fara í fangelsi komi ekki aftur þangað. Við komum næst best út úr þessari rannsókn, sem var framkvæmd á öllum Norðurlöndunum, einungis Norðmenn komu betur út en við," segir Erlendur. „Það ber þó að taka það fram að af þeim sem gegndu samfélagsþjónustu þá komu fæstir til baka á Íslandi. Þetta eru svona þeir hlutir sem við höfum verið að ræða síðustu daga; hvað við getum gert til að minnka endurkomur. Afhverju eru menn að koma aftur í fangelsi? Og hvað getum við gert til að hindra það að fólk fari út í afbrot." Aðspurður hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að þeir sem hafa afplánað hljóti annan dóm og sitji aftur í fangelsi, vísar Erlendur í fyrirlestur norskrar konu á ráðstefnunni. „Hún var að tala um hvernig við getum hindrað það að fólk fari út í afbrot. Þá nefndi hún sem dæmi fjölskyldu þar sem mamman og pabbinn hafa verið í vandræðum, og eignast barn. Frá fyrsta degi sem barnið fæðist þá komi einhver í heimsókn, hjúkrunarfræðingar, félagsfræðingar eða sálfræðingar og veiti fjölskyldunni stuðning, til að koma í veg fyrir að börnin leiðist út í afbrot. Þetta virðist vera eina pottþétta aðferðina til að menn lendi ekki í afbrotum á lífsleiðinni," segir hann. Svona aðferð er dýr en Erlendur bendir á að fangelsisvist sé einnig dýr. „Það er stundum svolítið seint þegar þú ert kominn í fangelsi og búinn að vera í tómu messi og vitleysu þar til þú lendir í fangelsi. Ef þú getur gripið inn í fyrr, þá er það bara gott mál." Ráðstefnunni lýkur á morgun en þá er Litla Hraun heimsótt þar sem Margrét Frímannsdóttir kynnir þá starfsemi sem er í gangi þar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira