Innlent

Bílvelta á Kringlumýrarbraut í nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. vísir
Rétt eftir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um bílveltu á Kringlumýrarbraut við N1. Engin meiðsl urðu á fólki og var bíllinn fluttur af vettvangi með Króki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Þá voru tveir ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum. Um klukkan ellefu í gærkvöldi var svo tilkynnt um tvo menn sem sváfu ölvunarsvefni við fjölbýlishús í Kópavogi. Mennirnir gátu ekki gert grein fyrir sér og voru þeir vistaðir í fangageymslu þar til ástand þeirra lagast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×