Innlent

Líkamsárás og rán við Klapparstíg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um klukkan hálftvö í nótt var tilkynnt um líkamsárás og rán við Klapparstíg. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Þeim sem maðurinn réðst á var ekið á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um með meiðsl viðkomandi, samkvæmt dagbók lögreglu.

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn um fimmleytið síðdegis í gær á heimili í austurbæ Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot, þjófnað og vörslu fíkniefna. Um sjöleytið í gærkvöldi var svo maður sem var ofurölvi handtekinn við Eiðistorg þar sem hann fór ekki að tilmælum lögreglu.

Um klukkan ellefu í gærkvöldi var síðan tilkynnt um ungan mann í annarlegu ástandi við fjölbýlishús í Breiðholti. Lögreglan fann ætluð fíkniefni á manninum og var hann handtekinn og færður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×