Milljarða fasteignir keyptar í Örfirisey 11. janúar 2007 06:45 Ólafur Garðarsson Fjárfestingafélagið Lindberg hf. hefur að undanförnu keypt fasteignir í Örfirisey að verðmæti næstum þriggja milljarða króna. Samtals er um að ræða á þriðja tug eigna. Eigendur Lindbergs eru Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umboðsmaður knattspyrnumanna, Gísli Steinar Gíslason, Magnús Jónatansson og Icebank hf. Á hver eigandi fjórðung í félaginu. Ólafur Garðarsson segir félagið horfa til hugmynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um framtíðaruppbyggingu byggðar í Örfirisey. „Land er í eðli sínu takmörkuð auðlind, og land í 101 Reykjavík er enn þá takmarkaðri auðlind heldur en flestar aðrar á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að það sé vilji til uppbyggingar íbúðabyggðar í Örfirisey. Við [eigendur Lindberg hf.] teljum það nauðsynlegt, til þess að koma hreyfingu á málið, að koma eignum á þessu svæði á færri hendur. Það eru miklir möguleikar á þessu svæði og við vonumst til þess að koma málum í farveg framkvæmda með kaupum á þessu svæði. En auðvitað eru ákvarðanir í þessum skipulagsmálum í höndum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar," sagði Ólafur. Fram kemur í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að vinna skuli að skipulagningu byggðar í Örfirisey. Auk þess hefur starfshópur málin til skoðunar en í honum eru Björn Ingi Hrafnsson, sem jafnframt er formaður, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson. „Við erum meðal annars að skoða hvernig staðið hefur verið að skipulagningu sambærilegra svæða erlendis. Það liggur fyrir pólitískur vilji til þess að standa vörð um hafnarstarfsemi sem ekki stendur til að úthýsa úr vesturhöfninni. Við ætlum að skoða alla þætti, sem eru fjölmargir, er snerta þessi mál. Ég leyni því ekki að þessi viðskipti hafa verið hraðari heldur en við gerðum ráð fyrir og sýnir betur en nokkuð annað að það var rétt skref að setja þennan starfshóp á laggirnar því markaðurinn er oft á undan," sagði Björn Ingi. Lindberg hefur meðal annars lagt fram 170 milljóna króna kauptilboð í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er til húsa að Hólmaslóð 2. Jón Sævar Þorbergsson, sem séð hefur um fjármálahlið Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, segir líklegt að húsnæðið verði selt en með því skilyrði að starfsemin fái að vera áfram í húsinu. Hlutafélagið Raddir og bakraddir, sem Daniel Pollock og Jón Sævar eru meirihlutaeigendur í, á húsnæðið. Flestar eignirnar sem Lindberg hefur keypt eru við Fiskislóð. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fjárfestingafélagið Lindberg hf. hefur að undanförnu keypt fasteignir í Örfirisey að verðmæti næstum þriggja milljarða króna. Samtals er um að ræða á þriðja tug eigna. Eigendur Lindbergs eru Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umboðsmaður knattspyrnumanna, Gísli Steinar Gíslason, Magnús Jónatansson og Icebank hf. Á hver eigandi fjórðung í félaginu. Ólafur Garðarsson segir félagið horfa til hugmynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um framtíðaruppbyggingu byggðar í Örfirisey. „Land er í eðli sínu takmörkuð auðlind, og land í 101 Reykjavík er enn þá takmarkaðri auðlind heldur en flestar aðrar á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að það sé vilji til uppbyggingar íbúðabyggðar í Örfirisey. Við [eigendur Lindberg hf.] teljum það nauðsynlegt, til þess að koma hreyfingu á málið, að koma eignum á þessu svæði á færri hendur. Það eru miklir möguleikar á þessu svæði og við vonumst til þess að koma málum í farveg framkvæmda með kaupum á þessu svæði. En auðvitað eru ákvarðanir í þessum skipulagsmálum í höndum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar," sagði Ólafur. Fram kemur í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að vinna skuli að skipulagningu byggðar í Örfirisey. Auk þess hefur starfshópur málin til skoðunar en í honum eru Björn Ingi Hrafnsson, sem jafnframt er formaður, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson. „Við erum meðal annars að skoða hvernig staðið hefur verið að skipulagningu sambærilegra svæða erlendis. Það liggur fyrir pólitískur vilji til þess að standa vörð um hafnarstarfsemi sem ekki stendur til að úthýsa úr vesturhöfninni. Við ætlum að skoða alla þætti, sem eru fjölmargir, er snerta þessi mál. Ég leyni því ekki að þessi viðskipti hafa verið hraðari heldur en við gerðum ráð fyrir og sýnir betur en nokkuð annað að það var rétt skref að setja þennan starfshóp á laggirnar því markaðurinn er oft á undan," sagði Björn Ingi. Lindberg hefur meðal annars lagt fram 170 milljóna króna kauptilboð í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er til húsa að Hólmaslóð 2. Jón Sævar Þorbergsson, sem séð hefur um fjármálahlið Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, segir líklegt að húsnæðið verði selt en með því skilyrði að starfsemin fái að vera áfram í húsinu. Hlutafélagið Raddir og bakraddir, sem Daniel Pollock og Jón Sævar eru meirihlutaeigendur í, á húsnæðið. Flestar eignirnar sem Lindberg hefur keypt eru við Fiskislóð.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels