Milljarða fasteignir keyptar í Örfirisey 11. janúar 2007 06:45 Ólafur Garðarsson Fjárfestingafélagið Lindberg hf. hefur að undanförnu keypt fasteignir í Örfirisey að verðmæti næstum þriggja milljarða króna. Samtals er um að ræða á þriðja tug eigna. Eigendur Lindbergs eru Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umboðsmaður knattspyrnumanna, Gísli Steinar Gíslason, Magnús Jónatansson og Icebank hf. Á hver eigandi fjórðung í félaginu. Ólafur Garðarsson segir félagið horfa til hugmynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um framtíðaruppbyggingu byggðar í Örfirisey. „Land er í eðli sínu takmörkuð auðlind, og land í 101 Reykjavík er enn þá takmarkaðri auðlind heldur en flestar aðrar á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að það sé vilji til uppbyggingar íbúðabyggðar í Örfirisey. Við [eigendur Lindberg hf.] teljum það nauðsynlegt, til þess að koma hreyfingu á málið, að koma eignum á þessu svæði á færri hendur. Það eru miklir möguleikar á þessu svæði og við vonumst til þess að koma málum í farveg framkvæmda með kaupum á þessu svæði. En auðvitað eru ákvarðanir í þessum skipulagsmálum í höndum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar," sagði Ólafur. Fram kemur í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að vinna skuli að skipulagningu byggðar í Örfirisey. Auk þess hefur starfshópur málin til skoðunar en í honum eru Björn Ingi Hrafnsson, sem jafnframt er formaður, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson. „Við erum meðal annars að skoða hvernig staðið hefur verið að skipulagningu sambærilegra svæða erlendis. Það liggur fyrir pólitískur vilji til þess að standa vörð um hafnarstarfsemi sem ekki stendur til að úthýsa úr vesturhöfninni. Við ætlum að skoða alla þætti, sem eru fjölmargir, er snerta þessi mál. Ég leyni því ekki að þessi viðskipti hafa verið hraðari heldur en við gerðum ráð fyrir og sýnir betur en nokkuð annað að það var rétt skref að setja þennan starfshóp á laggirnar því markaðurinn er oft á undan," sagði Björn Ingi. Lindberg hefur meðal annars lagt fram 170 milljóna króna kauptilboð í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er til húsa að Hólmaslóð 2. Jón Sævar Þorbergsson, sem séð hefur um fjármálahlið Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, segir líklegt að húsnæðið verði selt en með því skilyrði að starfsemin fái að vera áfram í húsinu. Hlutafélagið Raddir og bakraddir, sem Daniel Pollock og Jón Sævar eru meirihlutaeigendur í, á húsnæðið. Flestar eignirnar sem Lindberg hefur keypt eru við Fiskislóð. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Fjárfestingafélagið Lindberg hf. hefur að undanförnu keypt fasteignir í Örfirisey að verðmæti næstum þriggja milljarða króna. Samtals er um að ræða á þriðja tug eigna. Eigendur Lindbergs eru Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umboðsmaður knattspyrnumanna, Gísli Steinar Gíslason, Magnús Jónatansson og Icebank hf. Á hver eigandi fjórðung í félaginu. Ólafur Garðarsson segir félagið horfa til hugmynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um framtíðaruppbyggingu byggðar í Örfirisey. „Land er í eðli sínu takmörkuð auðlind, og land í 101 Reykjavík er enn þá takmarkaðri auðlind heldur en flestar aðrar á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að það sé vilji til uppbyggingar íbúðabyggðar í Örfirisey. Við [eigendur Lindberg hf.] teljum það nauðsynlegt, til þess að koma hreyfingu á málið, að koma eignum á þessu svæði á færri hendur. Það eru miklir möguleikar á þessu svæði og við vonumst til þess að koma málum í farveg framkvæmda með kaupum á þessu svæði. En auðvitað eru ákvarðanir í þessum skipulagsmálum í höndum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar," sagði Ólafur. Fram kemur í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að vinna skuli að skipulagningu byggðar í Örfirisey. Auk þess hefur starfshópur málin til skoðunar en í honum eru Björn Ingi Hrafnsson, sem jafnframt er formaður, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson. „Við erum meðal annars að skoða hvernig staðið hefur verið að skipulagningu sambærilegra svæða erlendis. Það liggur fyrir pólitískur vilji til þess að standa vörð um hafnarstarfsemi sem ekki stendur til að úthýsa úr vesturhöfninni. Við ætlum að skoða alla þætti, sem eru fjölmargir, er snerta þessi mál. Ég leyni því ekki að þessi viðskipti hafa verið hraðari heldur en við gerðum ráð fyrir og sýnir betur en nokkuð annað að það var rétt skref að setja þennan starfshóp á laggirnar því markaðurinn er oft á undan," sagði Björn Ingi. Lindberg hefur meðal annars lagt fram 170 milljóna króna kauptilboð í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er til húsa að Hólmaslóð 2. Jón Sævar Þorbergsson, sem séð hefur um fjármálahlið Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, segir líklegt að húsnæðið verði selt en með því skilyrði að starfsemin fái að vera áfram í húsinu. Hlutafélagið Raddir og bakraddir, sem Daniel Pollock og Jón Sævar eru meirihlutaeigendur í, á húsnæðið. Flestar eignirnar sem Lindberg hefur keypt eru við Fiskislóð.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira