Milljarða fasteignir keyptar í Örfirisey 11. janúar 2007 06:45 Ólafur Garðarsson Fjárfestingafélagið Lindberg hf. hefur að undanförnu keypt fasteignir í Örfirisey að verðmæti næstum þriggja milljarða króna. Samtals er um að ræða á þriðja tug eigna. Eigendur Lindbergs eru Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umboðsmaður knattspyrnumanna, Gísli Steinar Gíslason, Magnús Jónatansson og Icebank hf. Á hver eigandi fjórðung í félaginu. Ólafur Garðarsson segir félagið horfa til hugmynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um framtíðaruppbyggingu byggðar í Örfirisey. „Land er í eðli sínu takmörkuð auðlind, og land í 101 Reykjavík er enn þá takmarkaðri auðlind heldur en flestar aðrar á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að það sé vilji til uppbyggingar íbúðabyggðar í Örfirisey. Við [eigendur Lindberg hf.] teljum það nauðsynlegt, til þess að koma hreyfingu á málið, að koma eignum á þessu svæði á færri hendur. Það eru miklir möguleikar á þessu svæði og við vonumst til þess að koma málum í farveg framkvæmda með kaupum á þessu svæði. En auðvitað eru ákvarðanir í þessum skipulagsmálum í höndum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar," sagði Ólafur. Fram kemur í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að vinna skuli að skipulagningu byggðar í Örfirisey. Auk þess hefur starfshópur málin til skoðunar en í honum eru Björn Ingi Hrafnsson, sem jafnframt er formaður, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson. „Við erum meðal annars að skoða hvernig staðið hefur verið að skipulagningu sambærilegra svæða erlendis. Það liggur fyrir pólitískur vilji til þess að standa vörð um hafnarstarfsemi sem ekki stendur til að úthýsa úr vesturhöfninni. Við ætlum að skoða alla þætti, sem eru fjölmargir, er snerta þessi mál. Ég leyni því ekki að þessi viðskipti hafa verið hraðari heldur en við gerðum ráð fyrir og sýnir betur en nokkuð annað að það var rétt skref að setja þennan starfshóp á laggirnar því markaðurinn er oft á undan," sagði Björn Ingi. Lindberg hefur meðal annars lagt fram 170 milljóna króna kauptilboð í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er til húsa að Hólmaslóð 2. Jón Sævar Þorbergsson, sem séð hefur um fjármálahlið Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, segir líklegt að húsnæðið verði selt en með því skilyrði að starfsemin fái að vera áfram í húsinu. Hlutafélagið Raddir og bakraddir, sem Daniel Pollock og Jón Sævar eru meirihlutaeigendur í, á húsnæðið. Flestar eignirnar sem Lindberg hefur keypt eru við Fiskislóð. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjárfestingafélagið Lindberg hf. hefur að undanförnu keypt fasteignir í Örfirisey að verðmæti næstum þriggja milljarða króna. Samtals er um að ræða á þriðja tug eigna. Eigendur Lindbergs eru Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umboðsmaður knattspyrnumanna, Gísli Steinar Gíslason, Magnús Jónatansson og Icebank hf. Á hver eigandi fjórðung í félaginu. Ólafur Garðarsson segir félagið horfa til hugmynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um framtíðaruppbyggingu byggðar í Örfirisey. „Land er í eðli sínu takmörkuð auðlind, og land í 101 Reykjavík er enn þá takmarkaðri auðlind heldur en flestar aðrar á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að það sé vilji til uppbyggingar íbúðabyggðar í Örfirisey. Við [eigendur Lindberg hf.] teljum það nauðsynlegt, til þess að koma hreyfingu á málið, að koma eignum á þessu svæði á færri hendur. Það eru miklir möguleikar á þessu svæði og við vonumst til þess að koma málum í farveg framkvæmda með kaupum á þessu svæði. En auðvitað eru ákvarðanir í þessum skipulagsmálum í höndum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar," sagði Ólafur. Fram kemur í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að vinna skuli að skipulagningu byggðar í Örfirisey. Auk þess hefur starfshópur málin til skoðunar en í honum eru Björn Ingi Hrafnsson, sem jafnframt er formaður, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson. „Við erum meðal annars að skoða hvernig staðið hefur verið að skipulagningu sambærilegra svæða erlendis. Það liggur fyrir pólitískur vilji til þess að standa vörð um hafnarstarfsemi sem ekki stendur til að úthýsa úr vesturhöfninni. Við ætlum að skoða alla þætti, sem eru fjölmargir, er snerta þessi mál. Ég leyni því ekki að þessi viðskipti hafa verið hraðari heldur en við gerðum ráð fyrir og sýnir betur en nokkuð annað að það var rétt skref að setja þennan starfshóp á laggirnar því markaðurinn er oft á undan," sagði Björn Ingi. Lindberg hefur meðal annars lagt fram 170 milljóna króna kauptilboð í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er til húsa að Hólmaslóð 2. Jón Sævar Þorbergsson, sem séð hefur um fjármálahlið Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, segir líklegt að húsnæðið verði selt en með því skilyrði að starfsemin fái að vera áfram í húsinu. Hlutafélagið Raddir og bakraddir, sem Daniel Pollock og Jón Sævar eru meirihlutaeigendur í, á húsnæðið. Flestar eignirnar sem Lindberg hefur keypt eru við Fiskislóð.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira