Fótbolti

Adriano samdi við Flamengo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adriano spilar ekki aftur fyrir Inter.
Adriano spilar ekki aftur fyrir Inter. Nordic Photos/Getty Images

Brasilíski vandræðagemsinn Adriano er búinn að finna sér nýtt félag en hann samdi við sitt gamla félag, Flamengo, í dag. Inter hafði áður rift samningi við framherjann.

„Ég fór ekki frá Inter af því mér leið illa hjá félaginu. Mér leið bara ekki vel á Ítalíu. Inter er frábært félag," sagði Adriano.

„Ég tók þessa ákvörðun frá hjartanu," sagði Adriano sem byrjaði atvinnumannaferil sinn hjá Flamengo áður en hann fór til Inter árið 2001.

„Ég fór í frí til þess að hvíla mig aðeins og koma lífinu á réttan kjöl. Í dag er ég miklu hamingjusamari. Ég fann hamingjuna á ný.

„Ég er mun nánari fjölskyldunni minni núna og þegar maður er nálægt sínum nánustu þá er maður fljótur að finna hamingjuna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×