Klósettstríð heldur íbúð í gíslingu 7. maí 2009 21:11 Bergþórugata 51 „Ég tel mig hafa sýnt mikla þolinmæði, en nú er málið orðið verulega slæmt," segir Leó R. Ólason, eigandi að kjallaraíbúð á besta stað í miðborg Reykajvíkur. Hann keypti 40 fermetra íbúð handa syni sínum á Bergþórugötu 51 en þá kom babb í bátinn. Klósett sem nýtist íbúðinni er í eigu sameignar hússins og er í niðurníðslu. Leó óskaði þá eftir því á húsfundi að baðherbergisaðstaðan yrði gerð upp en honum var neitað um það. Sjálfur segist Leó haf mætt algjöru skilningsleysi af hálfu húsfélagsins. Í kjölfarið bauðst Leó til þess að kaupa rýmið af húsfélaginu en því var hafnað að hans sögn. Að lokum fékk hann nóg og ákvað að kæra málið til Kærunefndar fjöleignarhúsamála. Þar var úrskurðað honum í hag. Sá úrskurður var fengin í október 2008. Núna, rúmu hálfu ári síðar, er aðstaðan enn óviðunandi að sögn Leós. „Málið er að ég hlýt að íhuga mína réttarstöðu vegna málsins. Það er alveg ljóst að ég hef tapað um milljón króna og jafnvel meira, hvort sem það er reiknað í leigu eða vöxtum eða annað," segir Leó sem vill eingöngu að klósettið verði gert upp. Hann segist hissa á því að hann hafi ekki fengið að kaupa klósett rýmið enda er það í kjallaranum og nýtist engum öðrum en þessari íbúð.Aftur á móti er íbúðin óíbúðarhæf á meðan klósettið er ónothæft. „Þetta klósettstríð heldur íbúðinni í gíslingu," segir Leó ósáttur. Spurður hvar sonur hans sé, segir Leó að það hafi verið fundin önnur úrræði fyrir hann. Málið sé engu að síður bagalegt, og hann segir að íbúðin falli mikið í verði ef engar úrbætur verða gerðar. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
„Ég tel mig hafa sýnt mikla þolinmæði, en nú er málið orðið verulega slæmt," segir Leó R. Ólason, eigandi að kjallaraíbúð á besta stað í miðborg Reykajvíkur. Hann keypti 40 fermetra íbúð handa syni sínum á Bergþórugötu 51 en þá kom babb í bátinn. Klósett sem nýtist íbúðinni er í eigu sameignar hússins og er í niðurníðslu. Leó óskaði þá eftir því á húsfundi að baðherbergisaðstaðan yrði gerð upp en honum var neitað um það. Sjálfur segist Leó haf mætt algjöru skilningsleysi af hálfu húsfélagsins. Í kjölfarið bauðst Leó til þess að kaupa rýmið af húsfélaginu en því var hafnað að hans sögn. Að lokum fékk hann nóg og ákvað að kæra málið til Kærunefndar fjöleignarhúsamála. Þar var úrskurðað honum í hag. Sá úrskurður var fengin í október 2008. Núna, rúmu hálfu ári síðar, er aðstaðan enn óviðunandi að sögn Leós. „Málið er að ég hlýt að íhuga mína réttarstöðu vegna málsins. Það er alveg ljóst að ég hef tapað um milljón króna og jafnvel meira, hvort sem það er reiknað í leigu eða vöxtum eða annað," segir Leó sem vill eingöngu að klósettið verði gert upp. Hann segist hissa á því að hann hafi ekki fengið að kaupa klósett rýmið enda er það í kjallaranum og nýtist engum öðrum en þessari íbúð.Aftur á móti er íbúðin óíbúðarhæf á meðan klósettið er ónothæft. „Þetta klósettstríð heldur íbúðinni í gíslingu," segir Leó ósáttur. Spurður hvar sonur hans sé, segir Leó að það hafi verið fundin önnur úrræði fyrir hann. Málið sé engu að síður bagalegt, og hann segir að íbúðin falli mikið í verði ef engar úrbætur verða gerðar.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira