Enski boltinn

Wenger: Verðum að versla í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi eftir tapið gegn Barcelona í gær að félagið yrði að stykja sig til að taka næsta skref og vinna titla.

„Við verðum að bæta við okkur, það er alveg klárt mál. Við höfum samt smá tíma til þess að fara yfir þau mál," sagði Wenger.

„Okkar leikmenn eru að þróast og styrkjast. Walcott, Bendtner, Nasri, Diaby og Denilson eru bara 22 og 23 ára gamlir. Þeir hafa sýnt hvað þeir geta og verða sterkari með hverju árinu," sagði Wenger.

„Það er mjög jákvætt hvað okkur hefur tekist að gera með þetta ungt lið. Það voru sex eða sjö leikmenn í þessum leik hjá okkur undir 23 ára aldri. Við fengum samt mikið af færum en það vantar ákveðinn þroska til þess að klára færin."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×