Enski boltinn

Rooney skiptir ekki um bleyjur á syni sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, segir að enski landsliðsmaðurinn hafi grátið hástöfum er sonur þeirra, Kai, fæddist.

„Hann missti stjórn á tilfinningum sínum. Hann var í sjokki," sagði Coleen sem tjáir sig um heimilislíf þeirra hjóna í Hello! eftir að fjölgaði í fjölskyldunni.

Hún segir að Wayne hafi sofið á gólfinu á spítalanum eftir að sonurinn fæddist. Hann hafi ekki viljað fara frá þeim.

Hún segir eiginmanninn vera duglegan í uppeldinu þó svo hann geri kannski ekki allt sem flestir feður víla ekki fyrir sér að gera.

„Honum líður mjög vel með barninu og er fæddur til þess að vera faðir. Hann er svo þolinmóður. Hann skiptir reyndar ekki um bleyjur á stráknum en hann gefur honum að borða og svæfir hann," sagði Coleen.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×