Enski boltinn

Fyrsti sigur Chelsea undir stjórn Grant

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant má vera sáttur við sína menn í kvöld.
Avram Grant má vera sáttur við sína menn í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea vann Hull, 4-0, og Aston Villa datt úr leik í ensku deildabikarkeppninni.

Chelsea átti ekki í vandræðum með 1. deildarlið Hull City þrátt fyrri að hafa hvílt marga lykilmenn í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Avram Grant.

Scott Sinclair þakkaði traust stjórans með því að skora fyrsta mark leiksins á 37. mínútu í kvöld.

Salomoun Kalou skoraði tvö fyrir Chelsea í kvöld en þriðja mark leiksins skoraði Steve Sidwell, fyrrum leikmaður Reading.

West Ham mátti þakka fyrir 1-0 sigur á Plymouth en Dean Ashton skoraði sigurmark leiksins á 90. mínútu.

Þá vann Everton 3-0 sigur á Sheffield Wednesday en James McFadden skoraði tvívegis fyrir liðið. Yakubu bætti því þriðja við.

Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Everton.

Aston Villa datt hins vegar úr leik í keppninni eftir að hafa tapað fyrir 1. deildarliði Leicester. Matty Fryatt skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu.

Þetta hefur verið sérstakleag svekkjandi tap fyrir Martin O'Neill, stjóra Aston Villa, sem þjálfaði Leicester með góðum árangri árin 1995 til 2000. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×