Innlent

Eftirlitið fellst á samruna Ísfélagsins og HÞ

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á kaup Ísfélags Vestmannaeyja á nær öllum hlutum í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Kaupin áttu sér stað í febrúar síðastliðnum og var samkeppnisyfirvöldum tilkynnt um það.

Að mati Samkeppniseftirlitsins fálu kaupin í sér samruna í skilningi samkeppnislaga en athuganir stofnunarinnar gáfu ekki til kynna að samningurinn myndi raska samkeppni. Í ljósi þess komst Samkeppniseftirlitið að því að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×