Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Höskuldur Kári Schram skrifar 15. maí 2007 12:59 Íbúar við Álafosskvos eru ekki sáttir við fyrirhugaðar vegaframkvæmdir. MYND/VG Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. „Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur algjörlega brugðist þeim loforðum sem hún gaf," sagði Sigrún Pálsdóttir, gjaldkeri Varmársamtakanna, í samtali við Vísi. „Nú er hún bara komin á þing og telur sig greinilega ekki lengur skuldbundna þeim loforðum sem hún gaf í aðdraganda kosninga." Íbúar við Álafossveg í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í gærkvöldi eftir að vinnumenn á vegum verktakafyrirtækisins Helgafellsbyggingar ehf. byrjuðu leggja lagnir á svæðinu. Telja íbúarnir að framkvæmdirnar séu í tengslum við umdeildar vegaframkvæmdir við Álafosskvos. Í morgun hófust framkvæmdirnar að nýju og var þá aftur kallað á lögreglu. Framkvæmdir við Álafossveg voru stöðvaðar í síðastliðnum febrúarmánuði eftir hörð mótmæli íbúa á svæðinu. Telja íbúarnir meðal annars að framkvæmdirnar muni hafa skaðlega áhrif gróður og umhverfi í Álafosskvosinni. Samkomulag náðist um að framkvæmdirnar yrðu settar í umhverfismat og síðan kynntar íbúum. Það mat liggur ekki fyrir og telja íbúarnir að sú lagnavinna sem hófst í gær sé aðeins yfirvarp og að bæjaryfirvöld ætli sér að ýta framkvæmdunum í gegn þvert á gefin loforð. Sigrún segir klárlega um ólöglegar framkvæmdir að ræða. „Þeir eru í ólöglegum vegaframkvæmdum á svæði sem tilheyrir ekki deiliskipulagi. Þetta eru ekki venjulegar lagnir heldur hrein og klár vegagerð," sagði Sigrún í samtali við Vísi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og nýkjörin þingmaður, sagði í samtali við Vísi íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. Hún segir aðeins verið að ganga frá fráveitumálum úr hverfinu og framkvæmdirnar séu ekki í neinum tengslum við vegaframkvæmdirnar. „Þetta eru ólíkar framkvæmdir. Fráveitan verður að fara þessa leið óháð því hvar brautin kemur til með að liggja. Íbúar fengu tilkynningu vegna þessara framkvæmda í síðustu viku." Ragnheiður segir ennfremur að verið sé að leggja lokahönd á umhverfisskýrslu vegna framkvæmdanna við Álafossveg. Þá hafi skipulagsnefnd bæjarins fjallað um nýtt deiliskipulag á svæðinu í kringum Álafosskvos í morgun og muni fjalla um það aftur í næstu viku. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. „Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur algjörlega brugðist þeim loforðum sem hún gaf," sagði Sigrún Pálsdóttir, gjaldkeri Varmársamtakanna, í samtali við Vísi. „Nú er hún bara komin á þing og telur sig greinilega ekki lengur skuldbundna þeim loforðum sem hún gaf í aðdraganda kosninga." Íbúar við Álafossveg í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í gærkvöldi eftir að vinnumenn á vegum verktakafyrirtækisins Helgafellsbyggingar ehf. byrjuðu leggja lagnir á svæðinu. Telja íbúarnir að framkvæmdirnar séu í tengslum við umdeildar vegaframkvæmdir við Álafosskvos. Í morgun hófust framkvæmdirnar að nýju og var þá aftur kallað á lögreglu. Framkvæmdir við Álafossveg voru stöðvaðar í síðastliðnum febrúarmánuði eftir hörð mótmæli íbúa á svæðinu. Telja íbúarnir meðal annars að framkvæmdirnar muni hafa skaðlega áhrif gróður og umhverfi í Álafosskvosinni. Samkomulag náðist um að framkvæmdirnar yrðu settar í umhverfismat og síðan kynntar íbúum. Það mat liggur ekki fyrir og telja íbúarnir að sú lagnavinna sem hófst í gær sé aðeins yfirvarp og að bæjaryfirvöld ætli sér að ýta framkvæmdunum í gegn þvert á gefin loforð. Sigrún segir klárlega um ólöglegar framkvæmdir að ræða. „Þeir eru í ólöglegum vegaframkvæmdum á svæði sem tilheyrir ekki deiliskipulagi. Þetta eru ekki venjulegar lagnir heldur hrein og klár vegagerð," sagði Sigrún í samtali við Vísi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og nýkjörin þingmaður, sagði í samtali við Vísi íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. Hún segir aðeins verið að ganga frá fráveitumálum úr hverfinu og framkvæmdirnar séu ekki í neinum tengslum við vegaframkvæmdirnar. „Þetta eru ólíkar framkvæmdir. Fráveitan verður að fara þessa leið óháð því hvar brautin kemur til með að liggja. Íbúar fengu tilkynningu vegna þessara framkvæmda í síðustu viku." Ragnheiður segir ennfremur að verið sé að leggja lokahönd á umhverfisskýrslu vegna framkvæmdanna við Álafossveg. Þá hafi skipulagsnefnd bæjarins fjallað um nýtt deiliskipulag á svæðinu í kringum Álafosskvos í morgun og muni fjalla um það aftur í næstu viku.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira