Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Höskuldur Kári Schram skrifar 15. maí 2007 12:59 Íbúar við Álafosskvos eru ekki sáttir við fyrirhugaðar vegaframkvæmdir. MYND/VG Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. „Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur algjörlega brugðist þeim loforðum sem hún gaf," sagði Sigrún Pálsdóttir, gjaldkeri Varmársamtakanna, í samtali við Vísi. „Nú er hún bara komin á þing og telur sig greinilega ekki lengur skuldbundna þeim loforðum sem hún gaf í aðdraganda kosninga." Íbúar við Álafossveg í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í gærkvöldi eftir að vinnumenn á vegum verktakafyrirtækisins Helgafellsbyggingar ehf. byrjuðu leggja lagnir á svæðinu. Telja íbúarnir að framkvæmdirnar séu í tengslum við umdeildar vegaframkvæmdir við Álafosskvos. Í morgun hófust framkvæmdirnar að nýju og var þá aftur kallað á lögreglu. Framkvæmdir við Álafossveg voru stöðvaðar í síðastliðnum febrúarmánuði eftir hörð mótmæli íbúa á svæðinu. Telja íbúarnir meðal annars að framkvæmdirnar muni hafa skaðlega áhrif gróður og umhverfi í Álafosskvosinni. Samkomulag náðist um að framkvæmdirnar yrðu settar í umhverfismat og síðan kynntar íbúum. Það mat liggur ekki fyrir og telja íbúarnir að sú lagnavinna sem hófst í gær sé aðeins yfirvarp og að bæjaryfirvöld ætli sér að ýta framkvæmdunum í gegn þvert á gefin loforð. Sigrún segir klárlega um ólöglegar framkvæmdir að ræða. „Þeir eru í ólöglegum vegaframkvæmdum á svæði sem tilheyrir ekki deiliskipulagi. Þetta eru ekki venjulegar lagnir heldur hrein og klár vegagerð," sagði Sigrún í samtali við Vísi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og nýkjörin þingmaður, sagði í samtali við Vísi íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. Hún segir aðeins verið að ganga frá fráveitumálum úr hverfinu og framkvæmdirnar séu ekki í neinum tengslum við vegaframkvæmdirnar. „Þetta eru ólíkar framkvæmdir. Fráveitan verður að fara þessa leið óháð því hvar brautin kemur til með að liggja. Íbúar fengu tilkynningu vegna þessara framkvæmda í síðustu viku." Ragnheiður segir ennfremur að verið sé að leggja lokahönd á umhverfisskýrslu vegna framkvæmdanna við Álafossveg. Þá hafi skipulagsnefnd bæjarins fjallað um nýtt deiliskipulag á svæðinu í kringum Álafosskvos í morgun og muni fjalla um það aftur í næstu viku. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. „Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur algjörlega brugðist þeim loforðum sem hún gaf," sagði Sigrún Pálsdóttir, gjaldkeri Varmársamtakanna, í samtali við Vísi. „Nú er hún bara komin á þing og telur sig greinilega ekki lengur skuldbundna þeim loforðum sem hún gaf í aðdraganda kosninga." Íbúar við Álafossveg í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í gærkvöldi eftir að vinnumenn á vegum verktakafyrirtækisins Helgafellsbyggingar ehf. byrjuðu leggja lagnir á svæðinu. Telja íbúarnir að framkvæmdirnar séu í tengslum við umdeildar vegaframkvæmdir við Álafosskvos. Í morgun hófust framkvæmdirnar að nýju og var þá aftur kallað á lögreglu. Framkvæmdir við Álafossveg voru stöðvaðar í síðastliðnum febrúarmánuði eftir hörð mótmæli íbúa á svæðinu. Telja íbúarnir meðal annars að framkvæmdirnar muni hafa skaðlega áhrif gróður og umhverfi í Álafosskvosinni. Samkomulag náðist um að framkvæmdirnar yrðu settar í umhverfismat og síðan kynntar íbúum. Það mat liggur ekki fyrir og telja íbúarnir að sú lagnavinna sem hófst í gær sé aðeins yfirvarp og að bæjaryfirvöld ætli sér að ýta framkvæmdunum í gegn þvert á gefin loforð. Sigrún segir klárlega um ólöglegar framkvæmdir að ræða. „Þeir eru í ólöglegum vegaframkvæmdum á svæði sem tilheyrir ekki deiliskipulagi. Þetta eru ekki venjulegar lagnir heldur hrein og klár vegagerð," sagði Sigrún í samtali við Vísi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og nýkjörin þingmaður, sagði í samtali við Vísi íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. Hún segir aðeins verið að ganga frá fráveitumálum úr hverfinu og framkvæmdirnar séu ekki í neinum tengslum við vegaframkvæmdirnar. „Þetta eru ólíkar framkvæmdir. Fráveitan verður að fara þessa leið óháð því hvar brautin kemur til með að liggja. Íbúar fengu tilkynningu vegna þessara framkvæmda í síðustu viku." Ragnheiður segir ennfremur að verið sé að leggja lokahönd á umhverfisskýrslu vegna framkvæmdanna við Álafossveg. Þá hafi skipulagsnefnd bæjarins fjallað um nýtt deiliskipulag á svæðinu í kringum Álafosskvos í morgun og muni fjalla um það aftur í næstu viku.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira