Reykjavíkurborg tapar 4,3 milljarða króna 15. maí 2007 14:23 Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljörðum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006, en þar var búist við 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri borgarinnar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningunni er tap borgarinnar samkvæmt A-hluta rekstarreiknings, en það er sú starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, 3,4 milljarðar króna en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir 1,3 milljarða króna afgangi. Tekjur eru borgarinnar á síðasta ári reyndust hins vegar 3,3 milljörðum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og er meginástæðan sú að sala á byggingarétti varð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skatttekjur voru hærri vegna fleiri greiðenda, hærri útsvarsstofns og hærri tekna af nýjum gjaldstofni fasteignaskatta. Rekstrargjöld A- og B-hluta rekstrareiknings reyndust samtals 5,2 milljörðum króna hærri en áætlað var og voru umtalsvert meiri í A-hlutanum en í B-hlutanum, sem eru fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu borgarinnar. Rekstrargjöld B-hluta reyndust nefnilega milljarði lægri en í áætlunum. Eignir A-hluta jukust um 200 milljónir milli ára og skuldir lækkuðu um 3,7 milljarða. Skuldbindingar aukast hins vegar 6,1 milljarð, úr 31,8 milljörðum í 37,9 milljarða. Eignir A- og B-hluta nema nú 266,9 milljörðum króna og hafa vaxið um 52,5 milljarða króna á árinu 2006. Heildarskuldir A og B hluta að frátöldum skuldbindingum eru 106,4 milljarðar króna en voru 78,4 milljarðar króna í árslok 2005 og hafa því aukist um 28 milljarða króna. Fyrri umræða um ársreikninginn verður í borgarstjórn í dag og sú síðari eftir tvær vikur. Stj.mál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljörðum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006, en þar var búist við 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri borgarinnar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningunni er tap borgarinnar samkvæmt A-hluta rekstarreiknings, en það er sú starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, 3,4 milljarðar króna en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir 1,3 milljarða króna afgangi. Tekjur eru borgarinnar á síðasta ári reyndust hins vegar 3,3 milljörðum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og er meginástæðan sú að sala á byggingarétti varð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skatttekjur voru hærri vegna fleiri greiðenda, hærri útsvarsstofns og hærri tekna af nýjum gjaldstofni fasteignaskatta. Rekstrargjöld A- og B-hluta rekstrareiknings reyndust samtals 5,2 milljörðum króna hærri en áætlað var og voru umtalsvert meiri í A-hlutanum en í B-hlutanum, sem eru fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu borgarinnar. Rekstrargjöld B-hluta reyndust nefnilega milljarði lægri en í áætlunum. Eignir A-hluta jukust um 200 milljónir milli ára og skuldir lækkuðu um 3,7 milljarða. Skuldbindingar aukast hins vegar 6,1 milljarð, úr 31,8 milljörðum í 37,9 milljarða. Eignir A- og B-hluta nema nú 266,9 milljörðum króna og hafa vaxið um 52,5 milljarða króna á árinu 2006. Heildarskuldir A og B hluta að frátöldum skuldbindingum eru 106,4 milljarðar króna en voru 78,4 milljarðar króna í árslok 2005 og hafa því aukist um 28 milljarða króna. Fyrri umræða um ársreikninginn verður í borgarstjórn í dag og sú síðari eftir tvær vikur.
Stj.mál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira