Innlent

Atkvæðamisvægi tryggir að stjórnin heldur velli

Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn.

Kosningakerfið gerir það að verkum að það eru mismörg atkvæði á bak við hvern þingmann. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - þrjátíu og tveimur- þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir fái samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent.

Ef landið allt væri eitt kjördæmi og engin fimm prósenta þröskuldur, sem þýðir að flokkur fær ekki þingmann nema fá yfir fimm prósent atkvæða, hefðu þingmennirnir dreifst með nokkuð öðrum hætti en reyndin varð.

Þannig hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 23 þingmenn en ekki 25. Framsókn fengi 7 eins og í kosningunum nú. Stjórnarflokkarnir hefðu því ekki meirihluta.

Kosningakerfið er ekki hliðhollt Frjálslynda flokknum sem fengi 5 þingmenn ef vægi atkvæða væri jafnt en ekki fjóra.

Íslandshreyfingin myndi hafa tvo þingmenn ef ekki væri 5 prósenta þröskuldur. Samfylkingin væri með 17 þingmenn en ekki átján en þingmannatala Vinstri grænna væri óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×