"Varð 18 ára og fékk loksins frelsi“ Egill Fannar Halldórsson skrifar 10. desember 2013 10:31 Svanhildur Sigríður Mar eða Mia Mar eins og hún er kölluð. „Ég vil ekki vorkunn, ég vil ekki samúð, það gagnast mér ekki neitt. Það sem ég vil er að enginn lendi í því sama og ég,“ segir Svanhildur Sigríður Mar í samtali við Vísi. Svanhildur birti afar persónulegt bréf á bleikt.is þar sem hún segir sögu sína. Hún var aðeins þriggja ára þegar hennar mál komu fyrst á borð Barnaverndarnefndar. Hún var send í fóstur til nokkurra fjölskyldna, hefur búið á yfir 20 stöðum og gengið í meira en 10 grunnskóla. „Mamma mín var að flýja pabba,“ segir Svanhildur sem varð 18 ára á þessu ári. „Ég skildi aldrei af hverju ég var send út í sveit, það var bara gaman að fá að klappa kindunum og leika við dýrin en ég skildi ekki af hverju ég mátti ekki fara heim um jólin. Þegar ég varð 18 ára fékk ég loksins frelsi,“ segir Svanhildur og bætir við að hún hafi kynnst pabba sínum í fyrsta skipti þegar hún var 16 ára. „Ég prófaði að flytja inn til pabba en það gekk ekki því hann drakk svo mikið, ég skil alveg af hverju mamma fór frá honum.“ Eftir 18 ára afmælið fór Svanhildur í fyrsta skiptið að stjórna eigin lífi. Hún reynir að nýta reynsluna til góðs og vill lifa eðlilegu lífi. Hún er flutt inn með kærastanum sínum í Keflavík og er á löggæslubraut í Fjölbrautarskóla Suðurnesja en stefnir svo á lögregluskólann. Svanhildur segir það hafa komið sér á óvart hvað bréfið hefur fengið mikil viðbrögð og að að fólki skuli ekki standa á sama. Bréfið var samt ekki skrifað til að fá athygli heldur til að vekja fólk til umhugsunar og vonandi hjálpa einhverjum. Svanhildur endar bréfið á þessum orðum: „Ég ætla að læra af mistökum foreldra minna og gera betur þegar ég el upp mín börn. Hvað með þig?“ Svanhildur verður gestur Íslands í dag í opinni dagskrá á stöð tvö í kvöld.Svanhildur og bróðir hennar.Bréf Svanhildar:„Ég er ung en ég er samt alltof vitur fyrir minn aldur. Ég er barn fíkils, alkóhólista og öryrkja, bæði mjög líklega með geðræn vandamál.”Ég hef verið í kerfinu, í fóstri, var þar í áratug, alltaf á flakki milli heimila, á flótta undan raunveruleikanum því hann hræddi mig meira en nokkur martröð.Ég skrifa þetta bréf því ég óttast ekkert meira en að það séu önnur börn þarna úti eins og barnið sem ég var.Ég átti í raun ekki æsku, ekki alvöru æsku. Stanslaus ótti fylgdi mér eins og skuggi hvert sem ég fór og ég sá djöfulinn í hverju horni, treysti engum, allra síst sjálfri mér.Þeir sem stóðu mér næst, þeir sem áttu að vernda mig, eftir laganna og Guðs hendi, fóru verst með mig. Brutu mig niður andlega. Brutu mig niður líkamlega. Brutu mig niður, tóku sálina mína, tóku meydóminn minn, brosið mitt, ljómann í augunum.Þeir tóku það litla sem ég átti eftir af voninni sem ég bjó yfir í byrjun í barnslegri trú um að lífið mitt yrði eitthvern tímann betra.En maður getur ekki flúið djöflana sína. Maður getur ekki flúið skuggana og martraðirnar sem að ásækja mann í vöku sem og í draumi.Maður getur hins vegar nýtt sér reynsluna og reynt að læra af henni.Þess vegna skrifa ég þetta bréf. Ég vil ekki vorkunn, ég vil ekki samúð, það gagnast mér ekki neitt. Það sem ég vil er að enginn lendi í því sama og ég. Lífið er ekki auðvelt, ekkert líf er fullkomið, en ég vil að minnsta kosti leggja mitt af mörkum til að vekja fólk til umhugsunar.Ábyrgð foreldrannaBörn eru erfið. En kæru foreldrar. Þið fædduð þau inn í þennan heim. Það er ykkar að fæða þau og klæða. Það er ykkar að kenna þeim rétt og rangt. Það er ykkar að kenna þeim að vera fordómalaus. Það er ykkar að vernda þau. Það er ykkar að passa upp á heilbrigði þeirra, líkamlegt og andlegt.Þau munu suða. Þau munu rífast við þig. Þau munu tuða. Þau munu vera allt það sem þú býst við að þau séu ekki. Þau munu gráta og væla og skæla og vera þrjósk. Þau munu ekki hlýða þér í einu og öllu. Þau munu sjaldan gefa þér þá virðingu sem þér finnst þú eiga skilið.EN: Þau eru börnin ykkar. Þau eru kraftaverk af náttúrunnar hendi. Þau eru lítil sjálfstæð, hrokafull líf sem þið sköpuðuð. Þau eru spegilmyndin ykkar en á sama tíma alveg ný manneskja.Svo ekki brjóta þau niður. Ekki öskra á þau eða rífast fyrir framan þau. Ekki henda hlutum í þau eða hreyta særandi orðum í þau.Barnið lærir það sem fyrir því er haftEkki drekka eða dópa fyrir framan barnið ykkar. Ekki slá það, sparka í það, hrækja á það og í guðanna bænum ekki misnota það á neinn hátt.Börn eru erfið, en þau eru full af lífsgleði. Þau báðu ekki um að vera fædd inn í þessa veröld. En það gerðist, þau eru hér.Þau verða hrædd, alveg eins og þið. Þau hafa áhyggjur, alveg eins og þið. Þau verða lítil í sér og brotna niður og gráta.En þau brosa líka og hlæja og segja brandara og reyna að ná athygli ykkar og sýna ykkur sín sköpunarverk, hvort sem það er Legó-hús eða teikning. Svo stígið niður af ykkar háa hesti og verð blíð. Verið góð, verið umhyggjusöm, brosið og hlæjið með þeim, styðjið þau, leyfið þeim að vera þau sjálf.Erfitt verkefniÉg geri mér fyllilega grein fyrir að það að vera foreldri er eitt erfiðasta verkefni til að taka að sér í lífinu. Þú munt gera mistök, barnið mun gera mistök, það gera allir mistök.En það er aldrei of seint að bæta fyrir þau mistök. Snúið við blaðinu. Reynið betur. Gerið betur, því þið getið það. Frá botninum er engin leið nema upp.Nær allir litlir krakkar munu prófa hvar þröskuldurinn liggur og gera ykkur nánast geðveik með suði og frekju. Þau eru að læra á heiminn, prófa sig áfram, verið þolinmóð og stýrið þeim með styrkri hendri, ekki harðri.Nær allir unglingar munu fara í uppreisn á einhverjum tímapunkti. Það er partur af þroskaferli þeirra inn í fullorðinsárin. Þau eru að finna sjálfstæði sitt. Þú varst einu sinni lítið barn, þú varst einu sinni unglingur. Þú hefur það forskot að vita hvers konar tilfinningar maður upplifir á mismunandi stigum barnæskunnar.Nýttu þér það til að styðja barnið þitt þegar það á erfitt í stað þess að brjóta það niður. Ekki spyrna við fótum og höndum og halda að þú getir stjórnað því gjörsamlega.Gefðu því hóflegt frelsi til að finna sig í þessum heimi og vertu til staðar fyrir það þegar það þarf á þér að halda.Segjum NEI við ofbeldiAuðvitað eru, vonandi, langflestir foreldrar í þessum heimi góðir og umhyggjusamir við börnin sín. En þeir horfa kannski upp á vini og vandamenn sem eru ekki góðir við sín börn. Takið saman höndum og hjálpum hjálparþurfa börnum í okkar samfélagi. Segjum nei við ofbeldi. Segjum nei við fíkn. Hugsum um börnin, númer eitt, tvö og þrjú.Þau eru nú einu sinni framtíðin.Ef þú vilt ekki að barnið þitt geri sömu mistök og þú, breyttu þá þínum gerðum. Ekki slá á úlnliðinn og segja skamm, útskýrðu fyrir barninu þínu hvað er rétt og hvað er rangt.Börn eru ekki heimsk. Þau eru miklu klárari en þig grunar og þau taka eftir miklu meira en þig grunar. Þau er ótrúlega lagin við það að sjá beint inn í sálina á manni. Þau sjá sorgir þínar, áhyggjur, reiði og biturð. En þau sjá líka gleðina, vonina, þau heyra smitandi hláturinn. Og þú ert aðalhetjan á fyrstu árunum þegar þau vilja vera eins og þú, svo reyndu að sína þeim það besta sem í þér býr.Ég var á aldrinum þriggja til fjögurra ára þegar ég kom fyrst að mömmu minni grátandi inni í herbergi. Ég sagði henni að það væri allt í lagi að gráta. Ég bjó til leik þar sem ég þóttist vera mamma hennar, svo hún gæti verið litla barnið og verið lítil í sér.Börn skilja miklu meira en ykkur grunarMunið þið þegar þið voruð börn? Þegar þið horfðuð upp á mistök foreldra ykkar og annarra fullorðinna í samfélaginu og þessi hugsun þaut í gegnum kollinn á ykkur: Ég gæti gert þetta betur. Ég ætla að gera þetta betur. Eða þá þessi hræðilega hugsun: Þetta er allt mér að kenna.Svo lærið af reynslunni og gerið þetta betur! Ég endurtek að það eru ótalmargir foreldrar þarna úti sem eru nær fullkomnir, þeir eru svo góðir við börnin sín, ásamt því að setja þeim þó mörk.„Ég ætla að gera betur en foreldrar mínir”Fylgist með börnunum ykkar. Hvernig gengur þeim að eignast vini? Hvernig gengur þeim í skólanum? Hvernig bregðast þau við þegar þú ert í uppnámi? Hvernig láta þau þegar þau eru í uppnámi? Ekki senda þau frá þér. Ekki afskrifa sársauka þeirra sem vanþakklæti og frekju. Finnið vandann og leysið hann. Saman.Stöndum saman og verndum börnin okkar. Því þau eru það dýrmætasta sem við eigum í þessu lífi og þau eiga skilið að vera elskuð.Ég ætla að læra af mistökum foreldra minna og gera betur þegar ég el upp mín börn. Hvað með þig?Virðingarfyllst, Mia Mar. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
„Ég vil ekki vorkunn, ég vil ekki samúð, það gagnast mér ekki neitt. Það sem ég vil er að enginn lendi í því sama og ég,“ segir Svanhildur Sigríður Mar í samtali við Vísi. Svanhildur birti afar persónulegt bréf á bleikt.is þar sem hún segir sögu sína. Hún var aðeins þriggja ára þegar hennar mál komu fyrst á borð Barnaverndarnefndar. Hún var send í fóstur til nokkurra fjölskyldna, hefur búið á yfir 20 stöðum og gengið í meira en 10 grunnskóla. „Mamma mín var að flýja pabba,“ segir Svanhildur sem varð 18 ára á þessu ári. „Ég skildi aldrei af hverju ég var send út í sveit, það var bara gaman að fá að klappa kindunum og leika við dýrin en ég skildi ekki af hverju ég mátti ekki fara heim um jólin. Þegar ég varð 18 ára fékk ég loksins frelsi,“ segir Svanhildur og bætir við að hún hafi kynnst pabba sínum í fyrsta skipti þegar hún var 16 ára. „Ég prófaði að flytja inn til pabba en það gekk ekki því hann drakk svo mikið, ég skil alveg af hverju mamma fór frá honum.“ Eftir 18 ára afmælið fór Svanhildur í fyrsta skiptið að stjórna eigin lífi. Hún reynir að nýta reynsluna til góðs og vill lifa eðlilegu lífi. Hún er flutt inn með kærastanum sínum í Keflavík og er á löggæslubraut í Fjölbrautarskóla Suðurnesja en stefnir svo á lögregluskólann. Svanhildur segir það hafa komið sér á óvart hvað bréfið hefur fengið mikil viðbrögð og að að fólki skuli ekki standa á sama. Bréfið var samt ekki skrifað til að fá athygli heldur til að vekja fólk til umhugsunar og vonandi hjálpa einhverjum. Svanhildur endar bréfið á þessum orðum: „Ég ætla að læra af mistökum foreldra minna og gera betur þegar ég el upp mín börn. Hvað með þig?“ Svanhildur verður gestur Íslands í dag í opinni dagskrá á stöð tvö í kvöld.Svanhildur og bróðir hennar.Bréf Svanhildar:„Ég er ung en ég er samt alltof vitur fyrir minn aldur. Ég er barn fíkils, alkóhólista og öryrkja, bæði mjög líklega með geðræn vandamál.”Ég hef verið í kerfinu, í fóstri, var þar í áratug, alltaf á flakki milli heimila, á flótta undan raunveruleikanum því hann hræddi mig meira en nokkur martröð.Ég skrifa þetta bréf því ég óttast ekkert meira en að það séu önnur börn þarna úti eins og barnið sem ég var.Ég átti í raun ekki æsku, ekki alvöru æsku. Stanslaus ótti fylgdi mér eins og skuggi hvert sem ég fór og ég sá djöfulinn í hverju horni, treysti engum, allra síst sjálfri mér.Þeir sem stóðu mér næst, þeir sem áttu að vernda mig, eftir laganna og Guðs hendi, fóru verst með mig. Brutu mig niður andlega. Brutu mig niður líkamlega. Brutu mig niður, tóku sálina mína, tóku meydóminn minn, brosið mitt, ljómann í augunum.Þeir tóku það litla sem ég átti eftir af voninni sem ég bjó yfir í byrjun í barnslegri trú um að lífið mitt yrði eitthvern tímann betra.En maður getur ekki flúið djöflana sína. Maður getur ekki flúið skuggana og martraðirnar sem að ásækja mann í vöku sem og í draumi.Maður getur hins vegar nýtt sér reynsluna og reynt að læra af henni.Þess vegna skrifa ég þetta bréf. Ég vil ekki vorkunn, ég vil ekki samúð, það gagnast mér ekki neitt. Það sem ég vil er að enginn lendi í því sama og ég. Lífið er ekki auðvelt, ekkert líf er fullkomið, en ég vil að minnsta kosti leggja mitt af mörkum til að vekja fólk til umhugsunar.Ábyrgð foreldrannaBörn eru erfið. En kæru foreldrar. Þið fædduð þau inn í þennan heim. Það er ykkar að fæða þau og klæða. Það er ykkar að kenna þeim rétt og rangt. Það er ykkar að kenna þeim að vera fordómalaus. Það er ykkar að vernda þau. Það er ykkar að passa upp á heilbrigði þeirra, líkamlegt og andlegt.Þau munu suða. Þau munu rífast við þig. Þau munu tuða. Þau munu vera allt það sem þú býst við að þau séu ekki. Þau munu gráta og væla og skæla og vera þrjósk. Þau munu ekki hlýða þér í einu og öllu. Þau munu sjaldan gefa þér þá virðingu sem þér finnst þú eiga skilið.EN: Þau eru börnin ykkar. Þau eru kraftaverk af náttúrunnar hendi. Þau eru lítil sjálfstæð, hrokafull líf sem þið sköpuðuð. Þau eru spegilmyndin ykkar en á sama tíma alveg ný manneskja.Svo ekki brjóta þau niður. Ekki öskra á þau eða rífast fyrir framan þau. Ekki henda hlutum í þau eða hreyta særandi orðum í þau.Barnið lærir það sem fyrir því er haftEkki drekka eða dópa fyrir framan barnið ykkar. Ekki slá það, sparka í það, hrækja á það og í guðanna bænum ekki misnota það á neinn hátt.Börn eru erfið, en þau eru full af lífsgleði. Þau báðu ekki um að vera fædd inn í þessa veröld. En það gerðist, þau eru hér.Þau verða hrædd, alveg eins og þið. Þau hafa áhyggjur, alveg eins og þið. Þau verða lítil í sér og brotna niður og gráta.En þau brosa líka og hlæja og segja brandara og reyna að ná athygli ykkar og sýna ykkur sín sköpunarverk, hvort sem það er Legó-hús eða teikning. Svo stígið niður af ykkar háa hesti og verð blíð. Verið góð, verið umhyggjusöm, brosið og hlæjið með þeim, styðjið þau, leyfið þeim að vera þau sjálf.Erfitt verkefniÉg geri mér fyllilega grein fyrir að það að vera foreldri er eitt erfiðasta verkefni til að taka að sér í lífinu. Þú munt gera mistök, barnið mun gera mistök, það gera allir mistök.En það er aldrei of seint að bæta fyrir þau mistök. Snúið við blaðinu. Reynið betur. Gerið betur, því þið getið það. Frá botninum er engin leið nema upp.Nær allir litlir krakkar munu prófa hvar þröskuldurinn liggur og gera ykkur nánast geðveik með suði og frekju. Þau eru að læra á heiminn, prófa sig áfram, verið þolinmóð og stýrið þeim með styrkri hendri, ekki harðri.Nær allir unglingar munu fara í uppreisn á einhverjum tímapunkti. Það er partur af þroskaferli þeirra inn í fullorðinsárin. Þau eru að finna sjálfstæði sitt. Þú varst einu sinni lítið barn, þú varst einu sinni unglingur. Þú hefur það forskot að vita hvers konar tilfinningar maður upplifir á mismunandi stigum barnæskunnar.Nýttu þér það til að styðja barnið þitt þegar það á erfitt í stað þess að brjóta það niður. Ekki spyrna við fótum og höndum og halda að þú getir stjórnað því gjörsamlega.Gefðu því hóflegt frelsi til að finna sig í þessum heimi og vertu til staðar fyrir það þegar það þarf á þér að halda.Segjum NEI við ofbeldiAuðvitað eru, vonandi, langflestir foreldrar í þessum heimi góðir og umhyggjusamir við börnin sín. En þeir horfa kannski upp á vini og vandamenn sem eru ekki góðir við sín börn. Takið saman höndum og hjálpum hjálparþurfa börnum í okkar samfélagi. Segjum nei við ofbeldi. Segjum nei við fíkn. Hugsum um börnin, númer eitt, tvö og þrjú.Þau eru nú einu sinni framtíðin.Ef þú vilt ekki að barnið þitt geri sömu mistök og þú, breyttu þá þínum gerðum. Ekki slá á úlnliðinn og segja skamm, útskýrðu fyrir barninu þínu hvað er rétt og hvað er rangt.Börn eru ekki heimsk. Þau eru miklu klárari en þig grunar og þau taka eftir miklu meira en þig grunar. Þau er ótrúlega lagin við það að sjá beint inn í sálina á manni. Þau sjá sorgir þínar, áhyggjur, reiði og biturð. En þau sjá líka gleðina, vonina, þau heyra smitandi hláturinn. Og þú ert aðalhetjan á fyrstu árunum þegar þau vilja vera eins og þú, svo reyndu að sína þeim það besta sem í þér býr.Ég var á aldrinum þriggja til fjögurra ára þegar ég kom fyrst að mömmu minni grátandi inni í herbergi. Ég sagði henni að það væri allt í lagi að gráta. Ég bjó til leik þar sem ég þóttist vera mamma hennar, svo hún gæti verið litla barnið og verið lítil í sér.Börn skilja miklu meira en ykkur grunarMunið þið þegar þið voruð börn? Þegar þið horfðuð upp á mistök foreldra ykkar og annarra fullorðinna í samfélaginu og þessi hugsun þaut í gegnum kollinn á ykkur: Ég gæti gert þetta betur. Ég ætla að gera þetta betur. Eða þá þessi hræðilega hugsun: Þetta er allt mér að kenna.Svo lærið af reynslunni og gerið þetta betur! Ég endurtek að það eru ótalmargir foreldrar þarna úti sem eru nær fullkomnir, þeir eru svo góðir við börnin sín, ásamt því að setja þeim þó mörk.„Ég ætla að gera betur en foreldrar mínir”Fylgist með börnunum ykkar. Hvernig gengur þeim að eignast vini? Hvernig gengur þeim í skólanum? Hvernig bregðast þau við þegar þú ert í uppnámi? Hvernig láta þau þegar þau eru í uppnámi? Ekki senda þau frá þér. Ekki afskrifa sársauka þeirra sem vanþakklæti og frekju. Finnið vandann og leysið hann. Saman.Stöndum saman og verndum börnin okkar. Því þau eru það dýrmætasta sem við eigum í þessu lífi og þau eiga skilið að vera elskuð.Ég ætla að læra af mistökum foreldra minna og gera betur þegar ég el upp mín börn. Hvað með þig?Virðingarfyllst, Mia Mar.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira