Sport

Sportið í dag: Framkvæmdastjóri Stjörnunnar, mál ÍR og kíkt í bílskúrinn hjá Kára Kristjáni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00.
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson bjóða upp á flottan þátt af Sportinu í dag sem hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, verður í settinu í dag til þess að ræða stöðu mála en erfið mánaðarmót eru nú hjá félögunum í landinu. 

Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, er einnig í viðtali en fast er sótt að ÍR-ingum að endurskoða ákvörðun sína um að leggja niður kvennalið félagsins. 

Borche Ilievski körfuboltaþjálfari er búinn að endursemja við ÍR og púlsinn verður tekinn á honum. Einnig verður heyrt í Kristófer Inga Kristinssyni, leikmanni Grenoble, sem segir frá skrautlegu ferðalagi sínu frá Frakklandi til Íslands.

Þá fá strákarnir að kíkja í bílskúrinn hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann er í einangrun í Vestmannaeyjum eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á dögunum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×