Sport

Sportið í dag: Framkvæmdastjóri Stjörnunnar, mál ÍR og kíkt í bílskúrinn hjá Kára Kristjáni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00.
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson bjóða upp á flottan þátt af Sportinu í dag sem hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, verður í settinu í dag til þess að ræða stöðu mála en erfið mánaðarmót eru nú hjá félögunum í landinu. 

Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, er einnig í viðtali en fast er sótt að ÍR-ingum að endurskoða ákvörðun sína um að leggja niður kvennalið félagsins. 

Borche Ilievski körfuboltaþjálfari er búinn að endursemja við ÍR og púlsinn verður tekinn á honum. Einnig verður heyrt í Kristófer Inga Kristinssyni, leikmanni Grenoble, sem segir frá skrautlegu ferðalagi sínu frá Frakklandi til Íslands.

Þá fá strákarnir að kíkja í bílskúrinn hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann er í einangrun í Vestmannaeyjum eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á dögunum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.