Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2020 10:29 Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir fara af stað með nýtt reynsluverkefni. Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira