Lífið

Unnur Eggerts kom ís­lenska inn­soginu á kortið

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Unnur Eggerts er að slá í gegn á TikTok.
Unnur Eggerts er að slá í gegn á TikTok. Vísir/Vilhelm

Unnur Eggertsdóttir ber marga hatta. Hún er leikkona, söngkona, markaðssérfræðingur, upplýsingafulltrúi og nú TikTok stjarna sem hefur vakið athygli í Bandaríkjunum fyrir myndbönd sín sem fjalla fyrst og fremst um Ísland og íslenska menningu. 

Unnur rekur TikTok síðuna youcancallmeune. Í einu myndbandinu fjallar hún um gamla góða íslenska innsogið sem er einstakt og frábrugðið þeirri mállýsku sem þekkist vestanhafs. 

Hér má sjá umrætt myndband hjá Unni Eggerts: 

@youcancallmeuna Here's how you can instantly sound more Icelandic! 🇮🇸 #iceland #icelandic #culturetiktok #languagelearning #language ♬ original sound - Una Eggertsdóttir 🇮🇸 in 🇺🇸

Hundruðir þúsunda hafa horft á myndbönd Unnar á TikTok og er hún með yfir hundrað þúsund sem hafa sett „like“ á færslur hjá henni. 

Bandaríski vefmiðillinn Upworthy, sem er með tæplega fimm milljón fylgjendur á Instagram, fjallaði um TikTok myndband Unnar með fyrirsögninni „Íslensk kona kennir hvernig Íslendingar tala á innsoginu“. 

Þegar Unnur frétti af þessu fyrst hélt hún að það væri verið að plata sig. 

„Hæ Upworthy. Hélt algjörlega að þetta væri eitthvað djók þegar ég fékk skilaboð frá Annie. Takk fyrir skrifin,“ skrifar Unnur á Instagram síðu sinni ásamt skjáskoti af fréttinni. 

Unnur og eiginmaður hennar Travis eiga saman tvær stelpur og þau hafa undanfarin ár flakkað á milli New York og Reykjavíkur, eiga heimili á báðum stöðum, ásamt því að halda góðum tengslum við Los Angeles, þar sem hjúin kynntust fyrst og bjuggu í mörg ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.