Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 10:17 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03