Mikilvægt að gera allt til að koma í veg fyrir vandann Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. maí 2017 19:30 Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Sóttvarnalæknir segir brýnt að ráðast í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Sýklalyf eru ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla og aðrar alvarlega afleiðingar smitsjúkdóma. Undanfarin ár hafa aftur á móti víða um heim komið fram sýklar og bakteríur sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum. Sérstakur starfshópur hefur frá því í október kannað leiðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi og var skýrsla þess efnis kynnt í dag. „Útbreiðsla og aukning á svona ónæmi getur orðið verulegt heilsufarslegt vandamál. Því er spáð og það gæti gerst ef við gerum ekkert í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um sjö hundruð þúsund dauðsföllum á ári, og að árið 2050 verði þær orðnar allt að tíu milljónir á ári, verði ekkert að gert. Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og bendir Þórólfur á að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti til dæmis borist hingað með ferðamönnum. „Þannig það er mjög mikilvægt að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum. Það er mikilvægt að upplýsa almenning um þetta, gæta vel hreinlætis í matargerð til dæmis, þvo sér vel um hendur og borða vel eldaðan mat. Svo snerta okkar tillögur líka eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu, að efla það,“ segir Þórólfur. En vandinn er margþættur. Sýklalyfjaónæmar bakteríur geta þrifist í mönnum, dýrum, matvælum, fóðri, vatni og umhverfi. Þórólfur segir að þörf sé á heildrænni stefnu yfirvalda í þessum málum og það strax. „Við teljum mjög mikilvægt að það sé ráðist á þetta vandamál frá mörgum hliðum. Það er ekki nóg að gera bara einhverja eina aðgerð og telja að það muni skila árangri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa ályktað að þetta sé mesta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Þess vegna er mjög mikilvægt að bregðast mjög hratt við. Sérstaklega þar sem ástandið er mjög gott hjá okkur þessa stundina. Þá er mjög mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að við lendum í vanda.“ Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Sóttvarnalæknir segir brýnt að ráðast í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Sýklalyf eru ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla og aðrar alvarlega afleiðingar smitsjúkdóma. Undanfarin ár hafa aftur á móti víða um heim komið fram sýklar og bakteríur sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum. Sérstakur starfshópur hefur frá því í október kannað leiðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi og var skýrsla þess efnis kynnt í dag. „Útbreiðsla og aukning á svona ónæmi getur orðið verulegt heilsufarslegt vandamál. Því er spáð og það gæti gerst ef við gerum ekkert í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um sjö hundruð þúsund dauðsföllum á ári, og að árið 2050 verði þær orðnar allt að tíu milljónir á ári, verði ekkert að gert. Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og bendir Þórólfur á að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti til dæmis borist hingað með ferðamönnum. „Þannig það er mjög mikilvægt að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum. Það er mikilvægt að upplýsa almenning um þetta, gæta vel hreinlætis í matargerð til dæmis, þvo sér vel um hendur og borða vel eldaðan mat. Svo snerta okkar tillögur líka eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu, að efla það,“ segir Þórólfur. En vandinn er margþættur. Sýklalyfjaónæmar bakteríur geta þrifist í mönnum, dýrum, matvælum, fóðri, vatni og umhverfi. Þórólfur segir að þörf sé á heildrænni stefnu yfirvalda í þessum málum og það strax. „Við teljum mjög mikilvægt að það sé ráðist á þetta vandamál frá mörgum hliðum. Það er ekki nóg að gera bara einhverja eina aðgerð og telja að það muni skila árangri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa ályktað að þetta sé mesta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Þess vegna er mjög mikilvægt að bregðast mjög hratt við. Sérstaklega þar sem ástandið er mjög gott hjá okkur þessa stundina. Þá er mjög mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að við lendum í vanda.“
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira