Mikilvægt að gera allt til að koma í veg fyrir vandann Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. maí 2017 19:30 Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Sóttvarnalæknir segir brýnt að ráðast í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Sýklalyf eru ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla og aðrar alvarlega afleiðingar smitsjúkdóma. Undanfarin ár hafa aftur á móti víða um heim komið fram sýklar og bakteríur sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum. Sérstakur starfshópur hefur frá því í október kannað leiðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi og var skýrsla þess efnis kynnt í dag. „Útbreiðsla og aukning á svona ónæmi getur orðið verulegt heilsufarslegt vandamál. Því er spáð og það gæti gerst ef við gerum ekkert í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um sjö hundruð þúsund dauðsföllum á ári, og að árið 2050 verði þær orðnar allt að tíu milljónir á ári, verði ekkert að gert. Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og bendir Þórólfur á að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti til dæmis borist hingað með ferðamönnum. „Þannig það er mjög mikilvægt að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum. Það er mikilvægt að upplýsa almenning um þetta, gæta vel hreinlætis í matargerð til dæmis, þvo sér vel um hendur og borða vel eldaðan mat. Svo snerta okkar tillögur líka eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu, að efla það,“ segir Þórólfur. En vandinn er margþættur. Sýklalyfjaónæmar bakteríur geta þrifist í mönnum, dýrum, matvælum, fóðri, vatni og umhverfi. Þórólfur segir að þörf sé á heildrænni stefnu yfirvalda í þessum málum og það strax. „Við teljum mjög mikilvægt að það sé ráðist á þetta vandamál frá mörgum hliðum. Það er ekki nóg að gera bara einhverja eina aðgerð og telja að það muni skila árangri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa ályktað að þetta sé mesta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Þess vegna er mjög mikilvægt að bregðast mjög hratt við. Sérstaklega þar sem ástandið er mjög gott hjá okkur þessa stundina. Þá er mjög mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að við lendum í vanda.“ Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Sóttvarnalæknir segir brýnt að ráðast í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Sýklalyf eru ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla og aðrar alvarlega afleiðingar smitsjúkdóma. Undanfarin ár hafa aftur á móti víða um heim komið fram sýklar og bakteríur sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum. Sérstakur starfshópur hefur frá því í október kannað leiðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi og var skýrsla þess efnis kynnt í dag. „Útbreiðsla og aukning á svona ónæmi getur orðið verulegt heilsufarslegt vandamál. Því er spáð og það gæti gerst ef við gerum ekkert í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um sjö hundruð þúsund dauðsföllum á ári, og að árið 2050 verði þær orðnar allt að tíu milljónir á ári, verði ekkert að gert. Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og bendir Þórólfur á að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti til dæmis borist hingað með ferðamönnum. „Þannig það er mjög mikilvægt að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum. Það er mikilvægt að upplýsa almenning um þetta, gæta vel hreinlætis í matargerð til dæmis, þvo sér vel um hendur og borða vel eldaðan mat. Svo snerta okkar tillögur líka eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu, að efla það,“ segir Þórólfur. En vandinn er margþættur. Sýklalyfjaónæmar bakteríur geta þrifist í mönnum, dýrum, matvælum, fóðri, vatni og umhverfi. Þórólfur segir að þörf sé á heildrænni stefnu yfirvalda í þessum málum og það strax. „Við teljum mjög mikilvægt að það sé ráðist á þetta vandamál frá mörgum hliðum. Það er ekki nóg að gera bara einhverja eina aðgerð og telja að það muni skila árangri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa ályktað að þetta sé mesta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Þess vegna er mjög mikilvægt að bregðast mjög hratt við. Sérstaklega þar sem ástandið er mjög gott hjá okkur þessa stundina. Þá er mjög mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að við lendum í vanda.“
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira