Mikilvægt að gera allt til að koma í veg fyrir vandann Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. maí 2017 19:30 Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Sóttvarnalæknir segir brýnt að ráðast í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Sýklalyf eru ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla og aðrar alvarlega afleiðingar smitsjúkdóma. Undanfarin ár hafa aftur á móti víða um heim komið fram sýklar og bakteríur sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum. Sérstakur starfshópur hefur frá því í október kannað leiðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi og var skýrsla þess efnis kynnt í dag. „Útbreiðsla og aukning á svona ónæmi getur orðið verulegt heilsufarslegt vandamál. Því er spáð og það gæti gerst ef við gerum ekkert í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um sjö hundruð þúsund dauðsföllum á ári, og að árið 2050 verði þær orðnar allt að tíu milljónir á ári, verði ekkert að gert. Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og bendir Þórólfur á að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti til dæmis borist hingað með ferðamönnum. „Þannig það er mjög mikilvægt að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum. Það er mikilvægt að upplýsa almenning um þetta, gæta vel hreinlætis í matargerð til dæmis, þvo sér vel um hendur og borða vel eldaðan mat. Svo snerta okkar tillögur líka eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu, að efla það,“ segir Þórólfur. En vandinn er margþættur. Sýklalyfjaónæmar bakteríur geta þrifist í mönnum, dýrum, matvælum, fóðri, vatni og umhverfi. Þórólfur segir að þörf sé á heildrænni stefnu yfirvalda í þessum málum og það strax. „Við teljum mjög mikilvægt að það sé ráðist á þetta vandamál frá mörgum hliðum. Það er ekki nóg að gera bara einhverja eina aðgerð og telja að það muni skila árangri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa ályktað að þetta sé mesta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Þess vegna er mjög mikilvægt að bregðast mjög hratt við. Sérstaklega þar sem ástandið er mjög gott hjá okkur þessa stundina. Þá er mjög mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að við lendum í vanda.“ Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Sóttvarnalæknir segir brýnt að ráðast í aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Sýklalyf eru ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir dauðsfalla og aðrar alvarlega afleiðingar smitsjúkdóma. Undanfarin ár hafa aftur á móti víða um heim komið fram sýklar og bakteríur sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum. Sérstakur starfshópur hefur frá því í október kannað leiðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi og var skýrsla þess efnis kynnt í dag. „Útbreiðsla og aukning á svona ónæmi getur orðið verulegt heilsufarslegt vandamál. Því er spáð og það gæti gerst ef við gerum ekkert í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um sjö hundruð þúsund dauðsföllum á ári, og að árið 2050 verði þær orðnar allt að tíu milljónir á ári, verði ekkert að gert. Hætt er við því að sýklalyfjaónæmi aukist hér á landi og bendir Þórólfur á að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti til dæmis borist hingað með ferðamönnum. „Þannig það er mjög mikilvægt að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum. Það er mikilvægt að upplýsa almenning um þetta, gæta vel hreinlætis í matargerð til dæmis, þvo sér vel um hendur og borða vel eldaðan mat. Svo snerta okkar tillögur líka eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu, að efla það,“ segir Þórólfur. En vandinn er margþættur. Sýklalyfjaónæmar bakteríur geta þrifist í mönnum, dýrum, matvælum, fóðri, vatni og umhverfi. Þórólfur segir að þörf sé á heildrænni stefnu yfirvalda í þessum málum og það strax. „Við teljum mjög mikilvægt að það sé ráðist á þetta vandamál frá mörgum hliðum. Það er ekki nóg að gera bara einhverja eina aðgerð og telja að það muni skila árangri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa ályktað að þetta sé mesta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Þess vegna er mjög mikilvægt að bregðast mjög hratt við. Sérstaklega þar sem ástandið er mjög gott hjá okkur þessa stundina. Þá er mjög mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að við lendum í vanda.“
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira