Andlát: Guðrún Ögmundsdóttir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 19:28 Guðrún Ögmundsdóttir. alþingi Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. Guðrún hafði legið inni á líknardeild í fjóra daga áður en hún féll frá en hún hafði barist við krabbamein um nokkurt skeið. Eiginmaður Guðrúnar greindi frá þessu í færslu á Facebook í dag. Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Guðrún fæddist í Reykjavík þann 19. október 1950. Hún nam félagsfræði og félagsráðgjöf við Roskilde Universitetscenter og lauk þaðan prófi 1983. Þá fór hún í framhaldsnám við sama skóla í fjölmiðlafræði 1983-1985. Hún vann ýmis störf áður en hún hóf nám, meðal annars á dagskrárdeild RÚV, sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu, uppeldisfulltrúi við sérdeildir Hlíðaskóla og starfaði á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Á árunum 1985 til 1988 starfaði hún hjá SÍNE, var verkefnisstjóri hjá LÍN, sá um handleiðslu hjá Styrktarfélagi vangefinna, var framkvæmdarstjóri námskeiða fyrir aðstandendur fatlaðra barna og félagsmálafulltrúi hjá Sjálfsbjörg. Hún var yfirfélagsráðgjafi hjá kvennadeild Landspítala frá 1988 til 1994, var stundakennari við lækna- og félagsvísindadeild HÍ og deildarstjóri félagsmálaráðuneytisins 1998 til 1999. Frá því að Guðrún lauk störfum á þingi hefur hún starfað sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og síðar sem tengiliður vegna vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu auk þess sem hún var formaður Unicef frá 2016 til 2018. Guðrún var gift Gísla Arnóri Víkingssyni og átti tvö börn. Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. Guðrún hafði legið inni á líknardeild í fjóra daga áður en hún féll frá en hún hafði barist við krabbamein um nokkurt skeið. Eiginmaður Guðrúnar greindi frá þessu í færslu á Facebook í dag. Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Guðrún fæddist í Reykjavík þann 19. október 1950. Hún nam félagsfræði og félagsráðgjöf við Roskilde Universitetscenter og lauk þaðan prófi 1983. Þá fór hún í framhaldsnám við sama skóla í fjölmiðlafræði 1983-1985. Hún vann ýmis störf áður en hún hóf nám, meðal annars á dagskrárdeild RÚV, sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu, uppeldisfulltrúi við sérdeildir Hlíðaskóla og starfaði á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Á árunum 1985 til 1988 starfaði hún hjá SÍNE, var verkefnisstjóri hjá LÍN, sá um handleiðslu hjá Styrktarfélagi vangefinna, var framkvæmdarstjóri námskeiða fyrir aðstandendur fatlaðra barna og félagsmálafulltrúi hjá Sjálfsbjörg. Hún var yfirfélagsráðgjafi hjá kvennadeild Landspítala frá 1988 til 1994, var stundakennari við lækna- og félagsvísindadeild HÍ og deildarstjóri félagsmálaráðuneytisins 1998 til 1999. Frá því að Guðrún lauk störfum á þingi hefur hún starfað sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og síðar sem tengiliður vegna vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu auk þess sem hún var formaður Unicef frá 2016 til 2018. Guðrún var gift Gísla Arnóri Víkingssyni og átti tvö börn.
Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira