Dómarar leggi hagsmuni á borðið Heiðar Lind Hansson skrifar 22. september 2016 07:00 Fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor emeritus við HÍ telja mikilvægt að upplýsingar um hagsmuntengsl dómara séu opinberar. Aukið gagnsæi er til þess fallið að auka traust almennings til dómstóla. „Þegar menn eru búnir að taka við starfi sem dómarar, og fara þar með með þýðingarmikið vald til þess að taka ákvarðanir í málefnum fólksins í landinu, þá verða þeir að sæta því að það birtist opinberlega upplýsingar um hugsanlegar hagsmunatengingar þeirra,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að innanríkisráðuneytið hafi hafnað tillögu nefndar um dómarastörf frá vorinu 2014 um að reglur um eignarhluti dómara í félögum yrðu þannig að nefndin gæti haldið opinbera skrá um þá. Ráðuneytið heimilaði þó að ákvæði um að haldin yrði opinber skrá yfir aukastörf færu í frumvarp að nýjum dómstólalögum sem samþykkt var á Alþingi í júní.Jón Steinar segir mikilvægt að upplýsingar um eignarhluti dómara í félögum og atvinnufyrirtækjum séu opinberar. „Mér finnst þetta svo augljóst að það þurfi varla að tala um þetta,“ segir hann. „Slíkar upplýsingar og gagnsæi eru til þess að auka traust manna á dómstólum.“ Að mati Stefáns Más Stefánssonar, prófessors emeritus við Háskóla Íslands og sérfræðings í réttarfari, á opinber hagsmunaskráning að eiga ekki síður við handhafa dómsvalds en handhafa löggjafarvaldsins. Þetta sé mikilvægt þar sem dómarar beri ábyrgð á því hvernig réttaröryggi kemur fram út á við. „Mín skoðun er nú sú að þetta verði nú helst allt að vera uppi á borðinu,“ segir Stefán. „Það er traustið og trúverðugleiki sem er alfa og omega í þessu.“ Reglurnar hafa staðið óbreyttar frá 2000. Samkvæmt upplýsingum frá nefndinni hafa dómarar aðeins sex sinnum tilkynnt eða aflað heimildar frá nefndinni um að eiga hlut í félögum. Aðeins ein tilkynning hefur borist frá 15. maí 2010.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor emeritus við HÍ telja mikilvægt að upplýsingar um hagsmuntengsl dómara séu opinberar. Aukið gagnsæi er til þess fallið að auka traust almennings til dómstóla. „Þegar menn eru búnir að taka við starfi sem dómarar, og fara þar með með þýðingarmikið vald til þess að taka ákvarðanir í málefnum fólksins í landinu, þá verða þeir að sæta því að það birtist opinberlega upplýsingar um hugsanlegar hagsmunatengingar þeirra,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að innanríkisráðuneytið hafi hafnað tillögu nefndar um dómarastörf frá vorinu 2014 um að reglur um eignarhluti dómara í félögum yrðu þannig að nefndin gæti haldið opinbera skrá um þá. Ráðuneytið heimilaði þó að ákvæði um að haldin yrði opinber skrá yfir aukastörf færu í frumvarp að nýjum dómstólalögum sem samþykkt var á Alþingi í júní.Jón Steinar segir mikilvægt að upplýsingar um eignarhluti dómara í félögum og atvinnufyrirtækjum séu opinberar. „Mér finnst þetta svo augljóst að það þurfi varla að tala um þetta,“ segir hann. „Slíkar upplýsingar og gagnsæi eru til þess að auka traust manna á dómstólum.“ Að mati Stefáns Más Stefánssonar, prófessors emeritus við Háskóla Íslands og sérfræðings í réttarfari, á opinber hagsmunaskráning að eiga ekki síður við handhafa dómsvalds en handhafa löggjafarvaldsins. Þetta sé mikilvægt þar sem dómarar beri ábyrgð á því hvernig réttaröryggi kemur fram út á við. „Mín skoðun er nú sú að þetta verði nú helst allt að vera uppi á borðinu,“ segir Stefán. „Það er traustið og trúverðugleiki sem er alfa og omega í þessu.“ Reglurnar hafa staðið óbreyttar frá 2000. Samkvæmt upplýsingum frá nefndinni hafa dómarar aðeins sex sinnum tilkynnt eða aflað heimildar frá nefndinni um að eiga hlut í félögum. Aðeins ein tilkynning hefur borist frá 15. maí 2010.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira