Stefanía segir óánægju með útkomu prófkjara gamalkunnugt stef í Sjálfstæðisflokknum Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2016 18:46 „Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía. Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Þetta er gamalkunnugt stef eftir prófkjör í Sjálfstæðisflokknum, óánægja með útkomuna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um ákvörðun þriggja kvenna í forystu Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr flokknum, sem greint var frá fyrr í dag. Stefanía segir úrsagnirnar vera innlegg í jafnréttisumræðuna sem hafi lengi verið viðvarandi í Sjálfstæðisflokknum. „Flokkurinn hefur reynt að vinda ofan af þessu með einhverju þema á landsfundi – jafnrétti – og fleiru. Stjórnir flokksins ráða hins vegar ekki yfir niðurstöðum prófkjara en geta auðvitað breytt listum eftir á. Það kallar hins vegar á svo mikil leiðindi. Þeir sem eru færðir neðar á lista, og þeirra stuðningsmenn, verða brjálaðir og þá ertu illa settur. Léttasta leiðin fyrir forystuna er þá líklegast að bíta á jaxlinn og reyna að hrista þetta af sér og vona að umræðan fari í einhverja aðra átt.“Fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum í flokknumHelga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn sambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir, greindu frá því í dag að þær hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum.Úrsagnir og innanflokksátök óheppilegarStefanía segir úrsagnirnar og innanflokksátök sem þessi óheppilegar í aðdraganda kosninga. „Það vita allir að prófkjör eru sársaukafull og þess vegna eru þau vanalega höfð löngu fyrir kosningar til að fólk geti jafnað sig, slíðrað sverin og stillt upp samhentu liði. Nú er prókjörin höfð þegar stutt eru til kosninga. Ég veit hins vegar ekki hvort þessar úrsagnir hafi mikil áhrif, ég efast nú um það. Þær viðhalda hins vegar umræðunni. Til þess er leikurinn gerður, að vekja athygli á málinu og þrýsta á breytingar,“ segir Stefanía. Hún bendir á að með því að segja sig úr flokknum verði þessar konur hins vegar ekki partur af því að koma með lausnina. Þær séu þá ekki lengur í forystunni.Koma Viðreisnar létti þeim úrsögninaÍ frétt Vísis um úrsagnir þeirra Helgu Daggar, Þóreyjar og Jarþrúðar frá því fyrr í dag kemur fram að hægrisinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni hjá þeim líkt og rætt hafi verið um að undanförnu. Þá séu þær ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Stefanía segir hins vegar að inn í þetta mál spili að fram sé kominn nýr flokkur sem sé þétt upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum – milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar – og þar er í forystu sé meðal annars fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Hún á stóran og góðan vinkvennahóp. Það hefur eflaust létt þessum konum úrsögnina úr Sjálfstæðisflokknum að Viðreisn er komin til sögunnar,“ segir Stefanía.
Tengdar fréttir Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41