Mummi með nýtt lag og myndband: Fjallar um að „leyfa sér að vera hrifinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júlí 2016 13:30 „Allt sem ég átti er fyrsta lag sem ég gef út á íslensku,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Reynir sem gaf út nýtt lag og myndband í síðasta mánuði. Guðmundur eða Mummi eins og hann er kallaður tók þátt í Ísland Got Talent á Stöð 2 í vetur. „Ég er höfundur lags og texta en StopWaitGo sér um hljóðblöndun og útsetningu. Þetta er fyrsta lag af nokkrum sem ég ætla að gefa út á íslensku á næstunni og ætla svo að gefa út plötu á íslensku innan árs,“ segir hann og bætir við að lagið fjalli um samband sem var aldrei að fara að ganga upp. „Það er samið út frá setningunni að „leyfa sér að vera hrifinn“ en það var stelpa sem talaði eitt sinn um það við mig. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri nokkuð hægt að leyfa sér ekki að vera hrifinn af einhverjum. Ég hélt að það bara gerðist eða ekki. En svo kom restin af textanum smátt og smátt út frá því.“ Myndbandið gerði góðvinur hans Brynjar Kristmundsson og Andrea Ýr Gústavsdóttir leikur á móti Mumma í því. Það var tekið upp við Hafravatn. Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Allt sem ég átti er fyrsta lag sem ég gef út á íslensku,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Reynir sem gaf út nýtt lag og myndband í síðasta mánuði. Guðmundur eða Mummi eins og hann er kallaður tók þátt í Ísland Got Talent á Stöð 2 í vetur. „Ég er höfundur lags og texta en StopWaitGo sér um hljóðblöndun og útsetningu. Þetta er fyrsta lag af nokkrum sem ég ætla að gefa út á íslensku á næstunni og ætla svo að gefa út plötu á íslensku innan árs,“ segir hann og bætir við að lagið fjalli um samband sem var aldrei að fara að ganga upp. „Það er samið út frá setningunni að „leyfa sér að vera hrifinn“ en það var stelpa sem talaði eitt sinn um það við mig. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri nokkuð hægt að leyfa sér ekki að vera hrifinn af einhverjum. Ég hélt að það bara gerðist eða ekki. En svo kom restin af textanum smátt og smátt út frá því.“ Myndbandið gerði góðvinur hans Brynjar Kristmundsson og Andrea Ýr Gústavsdóttir leikur á móti Mumma í því. Það var tekið upp við Hafravatn.
Tónlist Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira