Svíar grípa til aðgerða vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:59 Þessi mynd var tekin á veitingahúsi í Stokkhólmi um helgina. EPA/Janerik Henriksson Frá því að nýja kórónuveiran byrjaði að herja á heiminn hafa Svíar þótt einkennilega rólegir gagnvart heimsfaraldrinum. Danir, Norðmenn og Finnar hafa meðal annarra gripið til umfangsmikilla inngripsaðgerða og lokað skólum, fyrirtækjum og öðru. Svíar hafa hins vegar ekki gripið til sambærilegra aðgerða og skilyrði varðandi sóttkví hafa verið mun slakari en annars staðar. Samkomubanni hefur þó verið beitt og var viðmið þess lækkað úr 500 í 50 á föstudaginn. Þá voru frekari aðgerðir kynntar í dag. Heilt yfir hafa 4.028 greinst með veiruna og 146 hafa dáið vegna hennar. Þá er 341 á gjörgæslu og þar á meðal minnst tveir læknar. Þessar tölur hafa hækkað hratt undanfarna daga og sérstaklega fjöldi látinna og fjöldi fólks á gjörgæslu. Sænskir heilbrigðisstarfsmenn kvarta nú mikið yfir skorti á almennum hlífðarbúnaði. Samkvæmt rannsókn SVT er sá vandi svo gott sem landlægur. Erfiðir tímar framundan Fyrir helgi varaði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við því að erfiðir tímar væru handan við hornið. Svíar ætla sér að auka skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, til muna á næstunni og sérstaklega gagnvart mikilvægum starfsstéttum eins og heilbrigðisstarfsmönnum. Á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi í dag, að íslenskum tíma, tilkynnti Löfven frekari aðgerðir til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Hann sagði það skyldu hvers Svía að vernda sig og aðra og hvatti almenning til að halda sig heima um páskana. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að heimsóknir á dvalarheimili verða bannaðar. Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra, þakkaði öllum þeim sem hafa haldið sig heima á fundinum og sömuleiðis þeim sem hjálpað hafa öðrum sem þurfa að halda sig heim, til dæmis með því að færa þeim matvæli. Ríkisstjórn Löfven gerir ráð fyrir að efnahagur ríkisins muni dragast saman um fjögur prósent á þessu ári. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra, sagði í morgun að atvinnuleysi yrði allt að níu prósent og það gæti tekið hagkerfið nokkur ár að jafna sig. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Frá því að nýja kórónuveiran byrjaði að herja á heiminn hafa Svíar þótt einkennilega rólegir gagnvart heimsfaraldrinum. Danir, Norðmenn og Finnar hafa meðal annarra gripið til umfangsmikilla inngripsaðgerða og lokað skólum, fyrirtækjum og öðru. Svíar hafa hins vegar ekki gripið til sambærilegra aðgerða og skilyrði varðandi sóttkví hafa verið mun slakari en annars staðar. Samkomubanni hefur þó verið beitt og var viðmið þess lækkað úr 500 í 50 á föstudaginn. Þá voru frekari aðgerðir kynntar í dag. Heilt yfir hafa 4.028 greinst með veiruna og 146 hafa dáið vegna hennar. Þá er 341 á gjörgæslu og þar á meðal minnst tveir læknar. Þessar tölur hafa hækkað hratt undanfarna daga og sérstaklega fjöldi látinna og fjöldi fólks á gjörgæslu. Sænskir heilbrigðisstarfsmenn kvarta nú mikið yfir skorti á almennum hlífðarbúnaði. Samkvæmt rannsókn SVT er sá vandi svo gott sem landlægur. Erfiðir tímar framundan Fyrir helgi varaði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við því að erfiðir tímar væru handan við hornið. Svíar ætla sér að auka skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, til muna á næstunni og sérstaklega gagnvart mikilvægum starfsstéttum eins og heilbrigðisstarfsmönnum. Á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi í dag, að íslenskum tíma, tilkynnti Löfven frekari aðgerðir til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Hann sagði það skyldu hvers Svía að vernda sig og aðra og hvatti almenning til að halda sig heima um páskana. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að heimsóknir á dvalarheimili verða bannaðar. Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra, þakkaði öllum þeim sem hafa haldið sig heima á fundinum og sömuleiðis þeim sem hjálpað hafa öðrum sem þurfa að halda sig heim, til dæmis með því að færa þeim matvæli. Ríkisstjórn Löfven gerir ráð fyrir að efnahagur ríkisins muni dragast saman um fjögur prósent á þessu ári. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra, sagði í morgun að atvinnuleysi yrði allt að níu prósent og það gæti tekið hagkerfið nokkur ár að jafna sig.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira