Lífið samstarf

Kröst skutlast með matinn heim að dyrum

Kröst kynnir
Kröst sendir dýrindis rétti heim að dyrum.
Kröst sendir dýrindis rétti heim að dyrum.

Veitingastaðurinn Kröst á Hlemmi sendir mat heim að dyrum. Svangir og heimafastir hafa tekið þjónustunni fagnandi en vegna samkomubanns hefur ekki verið hægt að borða á staðnum.

„Við erum þakklát fyrir viðtökurnar. Þetta er fjórði dagurinn okkar með heimsendingar og pantanirnar streyma inn. Þetta gengur mjög vel,“ segir Böðvar Darri Lemacks yfir­kokk­ur og fram­kvæmda­stjóri Kröst. Með þjónustunni vilji þau koma til móts við viðskiptavini og þá fjölmörgu sem komast ekki að heiman.

„Þetta er mjög þægilegt, fólk getur bæði pantað á netinu eða hringt í okkur og pantað og ákveðið klukkan hvað það vill fá matinn. Viðskiptin eru alveg snertilaus og við getum sent sms þegar sendingin er komin. Við erum að sendast milli klukkan 17 og 21. Þeir sem vilja og mega fá sér bíltúr geta líka pantað og sótt sjálfir,“ segir Böðvar.

Sendingargjald er 990 krónur en ef pantað er fyrir sjö þúsund krónur og yfir er heimsendingin frí. Fyrir nánari upplýsingar og pantanir má fara inn á krost.is eða hringja í síma 5197755.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×