Sport

Drew Brees gefur 700 milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Drew Brees hefur gert frábæra hluti fyrir lið New Orleans Saints og magnaða hluti fyrir allt samfélagið í New Orleans líka.
Drew Brees hefur gert frábæra hluti fyrir lið New Orleans Saints og magnaða hluti fyrir allt samfélagið í New Orleans líka. Getty/Sean Gardner

Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni hefur sett nýtt viðmið hvað varðar rausnarskap.

Louisiana fylki í Bandaríkjunum á mjög um sárt að binda þessa dagana vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en Saints spilar í New Orleans í Louisiana.

Drew Brees tilkynnti það á samfélagsmiðlum að hann og kona hans Brittany ætli að gefa fimm milljónir Bandaríkjadala til fylkisins í baráttuna við vírusinn. Fimm milljónir dollara eru meira en 700 milljónir íslenskra króna.

„Forgangsatriðið núna er að hjálpa okkar samfélagi að komast í gegnum þessa erfiðu tíma,“ skrifaði Drew Brees.

Þau hjónin lofa að fjármagna tíu þúsund matarbakka dag eins lengi og þess er þörf.

Drew Brees er 41 árs gamall og hefur spilað með New Orleans Saints frá árinu 2006. Hann á öll helstu metin hjá félaginu og leiddi liðið til sigurs í NFL-deildinni árið 2010 eða skömmu eftir að Katrína gekk yfir svæðið.

Hann skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við New Orleans Saints sem gefur honum 50 milljónir dollara. Drew Brees hefur því efni á þessu en þetta er samt engu að síður til mikillar fyrirmyndar hjá honum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.