Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni hefur sett nýtt viðmið hvað varðar rausnarskap.
Louisiana fylki í Bandaríkjunum á mjög um sárt að binda þessa dagana vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en Saints spilar í New Orleans í Louisiana.
Drew Brees tilkynnti það á samfélagsmiðlum að hann og kona hans Brittany ætli að gefa fimm milljónir Bandaríkjadala til fylkisins í baráttuna við vírusinn. Fimm milljónir dollara eru meira en 700 milljónir íslenskra króna.
Brittany and I are committing $5,000,000 to the State of Louisiana in 2020. The priority now is helping our communities get through this tough time.
— Drew Brees (@drewbrees) March 26, 2020
After considerable research and conversations with local https://t.co/Qmxzxses6X
„Forgangsatriðið núna er að hjálpa okkar samfélagi að komast í gegnum þessa erfiðu tíma,“ skrifaði Drew Brees.
Þau hjónin lofa að fjármagna tíu þúsund matarbakka dag eins lengi og þess er þörf.
Drew Brees er 41 árs gamall og hefur spilað með New Orleans Saints frá árinu 2006. Hann á öll helstu metin hjá félaginu og leiddi liðið til sigurs í NFL-deildinni árið 2010 eða skömmu eftir að Katrína gekk yfir svæðið.
Drew Brees and his wife Brittany are donating $5M to the state of Louisiana to help our communities get through this tough time.
— Bleacher Report (@BleacherReport) March 26, 2020
They re going to fund over 10,000 meals a day for as long as it takes pic.twitter.com/4suS8Y1rJi
Hann skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við New Orleans Saints sem gefur honum 50 milljónir dollara. Drew Brees hefur því efni á þessu en þetta er samt engu að síður til mikillar fyrirmyndar hjá honum.