Sport

Eiður um Ron­aldin­ho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdra­mann á fót­bolta­vellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldinho og Eiður Smári fallast í faðma í æfingaleik Börsunga árið 2006. Þeir náðu einkar vel saman og tala fallega um hvorn annan.
Ronaldinho og Eiður Smári fallast í faðma í æfingaleik Börsunga árið 2006. Þeir náðu einkar vel saman og tala fallega um hvorn annan. vísir/getty

Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho.

Eiður Smári var gestur í Sportinu í kvöld í gær þar sem hann gerði upp fimm eftirminnilegustu leikina á Meistaradeildarferli sínum; ýmist hjá Barcelona eða hjá Chelsea. Eiður Smári skoraði á Nou Camp gegn gömlu félögunum í Chelsea eftir undirbúning Ronaldinho og þar barst talið að Brassanum.

„Það er rosalega erfitt að ná ekki vel saman með honum á fótboltavellinum. Hann er ótrúlegur. Hann sá allt og gat allt með boltann. Ég vissi alltaf hvað hann myndi gera eða hvert hann vildi að ég myndi hlaupa,“ sagði Eiður.

Klippa: Sportið í kvöld: Eiður um Ronaldinho - fyrri partur

Eiður og Ronaldinho spiluðu saman hjá Barcelona frá 2006 til 2008 og náðu vel saman.

„Við vorum líklega jafn miklir vitleysingar á þessum tíma og löðuðumst að hvorum öðrum. Þetta er yndislegur náungi og mér leiðist umfjöllunin sem hann er að fá í dag, þar sem maður veit ekkert hvað er að gerast. Þegar er talað um hann þá er talað um galdramann á fótboltavellinum. Við ættum að sýna virðingu hvað hann gerði inni á vellinum.“

Klippa: Sportið í kvöld: Eiður um Ronaldino - hluti 2

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.