Sport

Eiður um Ron­aldin­ho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdra­mann á fót­bolta­vellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldinho og Eiður Smári fallast í faðma í æfingaleik Börsunga árið 2006. Þeir náðu einkar vel saman og tala fallega um hvorn annan.
Ronaldinho og Eiður Smári fallast í faðma í æfingaleik Börsunga árið 2006. Þeir náðu einkar vel saman og tala fallega um hvorn annan. vísir/getty

Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho.

Eiður Smári var gestur í Sportinu í kvöld í gær þar sem hann gerði upp fimm eftirminnilegustu leikina á Meistaradeildarferli sínum; ýmist hjá Barcelona eða hjá Chelsea. Eiður Smári skoraði á Nou Camp gegn gömlu félögunum í Chelsea eftir undirbúning Ronaldinho og þar barst talið að Brassanum.

„Það er rosalega erfitt að ná ekki vel saman með honum á fótboltavellinum. Hann er ótrúlegur. Hann sá allt og gat allt með boltann. Ég vissi alltaf hvað hann myndi gera eða hvert hann vildi að ég myndi hlaupa,“ sagði Eiður.

Klippa: Sportið í kvöld: Eiður um Ronaldinho - fyrri partur

Eiður og Ronaldinho spiluðu saman hjá Barcelona frá 2006 til 2008 og náðu vel saman.

„Við vorum líklega jafn miklir vitleysingar á þessum tíma og löðuðumst að hvorum öðrum. Þetta er yndislegur náungi og mér leiðist umfjöllunin sem hann er að fá í dag, þar sem maður veit ekkert hvað er að gerast. Þegar er talað um hann þá er talað um galdramann á fótboltavellinum. Við ættum að sýna virðingu hvað hann gerði inni á vellinum.“

Klippa: Sportið í kvöld: Eiður um Ronaldino - hluti 2

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×