Snorri Steinn: Í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hafa unnið sjö leiki í röð. vísir/vilhelm Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Leik lokið: Haukar - Njarðvík | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira