Snorri Steinn: Í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hafa unnið sjö leiki í röð. vísir/vilhelm Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Sjá meira
Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Sjá meira