Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2020 21:15 Hjónin í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson. Stöð 2/Einar Árnason. Silungsveiði í Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið og gefur mun betur af sér en sauðfjárræktin. Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir, eins og heyra mátti í frétt Stöðvar 2. Við áttum þess kost síðastliðið sumar við upptökur á þættinum Um land allt að fylgjast með hjónunum í Mjóanesi, þeim Rósu og Jóhanni, vitja silunganeta. Þau eru að mestu hætt sauðfjárbúskap og segja veiðina aðaltekjulindina. Bleikjan þykir verðmætasti nytjafiskurinn.Stöð 2/Einar Árnason. Eftir að niðursuðuverksmiðjan Ora hætti að kaupa murtuna er bleikjan verðmætust fyrir bændur. „Það er bleikjan, kuðungableikja og sílableikja. Svo er urriðinn að fjölga sér rosalega mikið. Það þarf að passa að hann yfirtaki ekki bleikjuna,“ segir Rósa. Þau segja að veiðin hafi verið góð undanfarin ár og svo reyndist einnig nú. Þau komu með að landi þrjú full kör af silungi, en það tók þau aðeins um klukkustund að tína fiskinn úr netunum fyrir landi Mjóaness. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Og þegar þau lyftu vænum urriða á bryggjuna, sem okkur þótti nokkuð stór, þá var auðheyrt að þeim þótti hann ekki merkilegur. „Við höfum fengið mikið, mikið stærri.“ -Telst þessi virkilega ekki stór? „Nei, þetta er ekki nema 7-8 punda fiskur.“Sjá meira hér: Þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Jörðin Nesjar í Grafningi er við suðvestanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Hjá Erni Jónassyni á Nesjum í Grafningi er veiðin úr Þingvallavatni einnig aðalmálið. „Við nytjum það mikið. Það er stóra kistan,“ segir Örn bóndi. -Er kannski veiðin að borga með sauðfjárbúskapnum? „Já, það gerir það.“ Heima í stofu getur Örn sýnt gestum dæmi um hvað Þingvallaurriðinn getur orðið stór. Þar er einn uppstoppaður uppi á vegg, sem okkur þykir risastór. Örn Jónasson með urriðan uppstoppaðan á veggnum.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara tittur.“ -Hvað er þessi stór? „23 pund“ -Hefurðu séð þá stærri? „Mikið stærri. Bara upp í 36,“ svarar Örn. Fjallað var um Þingvallasveit í þættinum Um land allt síðastliðinn mánudag, sem endursýndur verður á Stöð 2 á morgun, laugardag, kl. 15.45. Næsti þáttur á mánudag er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Stangveiði Um land allt Tengdar fréttir Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01 Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00 Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Silungsveiði í Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið og gefur mun betur af sér en sauðfjárræktin. Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir, eins og heyra mátti í frétt Stöðvar 2. Við áttum þess kost síðastliðið sumar við upptökur á þættinum Um land allt að fylgjast með hjónunum í Mjóanesi, þeim Rósu og Jóhanni, vitja silunganeta. Þau eru að mestu hætt sauðfjárbúskap og segja veiðina aðaltekjulindina. Bleikjan þykir verðmætasti nytjafiskurinn.Stöð 2/Einar Árnason. Eftir að niðursuðuverksmiðjan Ora hætti að kaupa murtuna er bleikjan verðmætust fyrir bændur. „Það er bleikjan, kuðungableikja og sílableikja. Svo er urriðinn að fjölga sér rosalega mikið. Það þarf að passa að hann yfirtaki ekki bleikjuna,“ segir Rósa. Þau segja að veiðin hafi verið góð undanfarin ár og svo reyndist einnig nú. Þau komu með að landi þrjú full kör af silungi, en það tók þau aðeins um klukkustund að tína fiskinn úr netunum fyrir landi Mjóaness. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Og þegar þau lyftu vænum urriða á bryggjuna, sem okkur þótti nokkuð stór, þá var auðheyrt að þeim þótti hann ekki merkilegur. „Við höfum fengið mikið, mikið stærri.“ -Telst þessi virkilega ekki stór? „Nei, þetta er ekki nema 7-8 punda fiskur.“Sjá meira hér: Þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Jörðin Nesjar í Grafningi er við suðvestanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Hjá Erni Jónassyni á Nesjum í Grafningi er veiðin úr Þingvallavatni einnig aðalmálið. „Við nytjum það mikið. Það er stóra kistan,“ segir Örn bóndi. -Er kannski veiðin að borga með sauðfjárbúskapnum? „Já, það gerir það.“ Heima í stofu getur Örn sýnt gestum dæmi um hvað Þingvallaurriðinn getur orðið stór. Þar er einn uppstoppaður uppi á vegg, sem okkur þykir risastór. Örn Jónasson með urriðan uppstoppaðan á veggnum.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara tittur.“ -Hvað er þessi stór? „23 pund“ -Hefurðu séð þá stærri? „Mikið stærri. Bara upp í 36,“ svarar Örn. Fjallað var um Þingvallasveit í þættinum Um land allt síðastliðinn mánudag, sem endursýndur verður á Stöð 2 á morgun, laugardag, kl. 15.45. Næsti þáttur á mánudag er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Stangveiði Um land allt Tengdar fréttir Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01 Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00 Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01
Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00
Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44
Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15