Föstudagsplaylisti Mannveiru Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2020 16:07 Svartmálmssveitin Mannveira. Elvar Ö. Egilsson Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“