Föstudagsplaylisti Mannveiru Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2020 16:07 Svartmálmssveitin Mannveira. Elvar Ö. Egilsson Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira