Föstudagsplaylisti Mannveiru Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2020 16:07 Svartmálmssveitin Mannveira. Elvar Ö. Egilsson Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira