Sport

NFL stórstjarna gefur milljón matarbakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Wilson á bæn fyrir leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í úrslitakeppninni á síðasta tímabili.
Russell Wilson á bæn fyrir leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Getty/Gregory Shamus

NFL súperstjarnan Russell Wilson og eiginkonan hans Ciara ætla að hjálpa mörgum á erfiðum tímum kórónuveirunnar.

Russell Wilson er einn af launahæstu leikmönnum NFL-deildarinnar og er frekar nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Seattle Seahawks liðið.

Það er því til mikillar fyrirmyndar að sjá hann rétt fram hjálparhönd og þetta er heldur engin smágjöf.

Russell Wilson og Ciara hafa lofað að gefa milljón matarbakka til hjálparsamtakanna „Food Lifeline“ og „Feeding America“ sem þau vonast til að gera komið þeim til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda.

„Auðvitað er þessi heimsfaraldur, kórónuveiran, að breyta heiminum, sekúndu eftir sekúndu, mínútu eftir mínútu. Fólk er að missa ástvini, gamla fólkið, unga fólkið og fólk þar í milli. Við ákváðum því að vinna saman með matarbankanum í Seattle, Seattle Food Lifeline, og gefa milljón matarbakka og með því getum við vonandi haft jákvæð áhrif,“ sagði Russell Wilson á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Russell Wilson og Ciara skora líka á alla aðra sem geta að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirunnar. Það er líka ljóst að ástandið á aðeins eftir að versna því smituðum fjölgar hratt á hverjum degi.

Russell Wilson er í hópi bestu leikmanna NFL-deildarinnar en hann er leiðtogi og leikstjórnandi Seattle Seahawks liðsins og hefur náð að vinna einn titil með liðinu. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning í fyrra sem mun gefa honum 140 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 19,5 milljarða íslenskra króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.