Hafna því að hafa sakað Pétur Þór um kynferðislega áreitni á vinnustað Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 08:20 Frá Akureyri. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Vísir/Vilhelm Stjórn Eyþings hefur hafnað því að hafa á fundi sakað Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, um að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni á vinnustað. Stjórnin hafi þurft að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta og orðin „kynferðisleg áreitni“ sé frá honum sjálfum komið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birtist á vef Eyþings í gær. Kemur yfirlýsingin í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Pétur Þór fyrr í vikunni þar sem hann lýsti sinni hlið á því þegar honum var sagt upp sem framkvæmdastjóri Eyþings árið 2018. Taldi Pétur Þór uppsögnina hafa verið ólöglega, en honum voru greiddar 15 milljónir króna í bætur eftir að dómsátt var gerð í málinu í janúar síðastliðinn. Sagði Pétur ennfremur að Eyþing hafi óskað eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin. Óskiljanlegt að Pétur Þór flytji málið áfram Í yfirlýsingu stjórnar Eyþings kemur fram að málinu hafi lokið með sátt þann 27. janúar síðastliðinn. Málið hafi í kjölfarið verið kynnt fyrir sveitarstjórum aðildarfélaga og það afgreitt. „Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni. Vegna viðtalsins í Morgunblaðinu og þeirra „rangfærslna“ sem þar koma fram telji stjórnarmenn sig hins vegar knúna til að gera athugasemdir nú. Lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda Stjórnin segir að Eyþing, sem eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda og um það hafi verið fjallað á mörgum fundum, auk þess sem gerð var úttekt á innra starfi Eyþings af óháðum aðila sem staðfesti það. Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eigi sér því enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings kveðst hafa freistað þess að gera starfslokasamning við framkvæmdastjórann en samningar hafi ekki tekist og í kjölfar uppsagnar hafi málið farið fyrir dómstóla. Það er sjálfsagður réttur aðila að leggja ágreiningsefni sín fyrir dómara til úrlausnar. Hins vegar tókst sátt milli aðila og telst deilum aðila því endanlega lokið. Fullyrðingar um sátt við samstarfskonu ekki á rökum reistar Stjórnin segir ennfremur að málsmeðferð einstakra sveitarfélaga við afgreiðslu erindis Eyþings um hlutdeild í sameiginlegum kostnaði við greiðslu samkvæmt sáttinni sé lokið. „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað. - Stjórn Eyþings hefur aldrei haldið því fram að Pétur Þór hafi farið fram á trúnað um dómsátt sem gerð var. - Staðhæfingar Péturs Þórs um að sátt hafi tekist milli hans og undirmanns eru ekki á rökum reistar. - Heildarupphæð kostnaðar af starfslokum framkvæmdastjóra helst óhjákvæmilega í hendur við þau starfskjör sem hann naut hjá Eyþingi. - Af okkar hálfu lauk málinu með sáttinni 27. janúar 2020 og í framhaldinu var það afgreitt af öllum 13 aðildarsveitarfélögunum og teljum við því ekki ástæðu til frekari umræðu um það,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Stjórn Eyþings hefur hafnað því að hafa á fundi sakað Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, um að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni á vinnustað. Stjórnin hafi þurft að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta og orðin „kynferðisleg áreitni“ sé frá honum sjálfum komið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birtist á vef Eyþings í gær. Kemur yfirlýsingin í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Pétur Þór fyrr í vikunni þar sem hann lýsti sinni hlið á því þegar honum var sagt upp sem framkvæmdastjóri Eyþings árið 2018. Taldi Pétur Þór uppsögnina hafa verið ólöglega, en honum voru greiddar 15 milljónir króna í bætur eftir að dómsátt var gerð í málinu í janúar síðastliðinn. Sagði Pétur ennfremur að Eyþing hafi óskað eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin. Óskiljanlegt að Pétur Þór flytji málið áfram Í yfirlýsingu stjórnar Eyþings kemur fram að málinu hafi lokið með sátt þann 27. janúar síðastliðinn. Málið hafi í kjölfarið verið kynnt fyrir sveitarstjórum aðildarfélaga og það afgreitt. „Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni. Vegna viðtalsins í Morgunblaðinu og þeirra „rangfærslna“ sem þar koma fram telji stjórnarmenn sig hins vegar knúna til að gera athugasemdir nú. Lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda Stjórnin segir að Eyþing, sem eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda og um það hafi verið fjallað á mörgum fundum, auk þess sem gerð var úttekt á innra starfi Eyþings af óháðum aðila sem staðfesti það. Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eigi sér því enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings kveðst hafa freistað þess að gera starfslokasamning við framkvæmdastjórann en samningar hafi ekki tekist og í kjölfar uppsagnar hafi málið farið fyrir dómstóla. Það er sjálfsagður réttur aðila að leggja ágreiningsefni sín fyrir dómara til úrlausnar. Hins vegar tókst sátt milli aðila og telst deilum aðila því endanlega lokið. Fullyrðingar um sátt við samstarfskonu ekki á rökum reistar Stjórnin segir ennfremur að málsmeðferð einstakra sveitarfélaga við afgreiðslu erindis Eyþings um hlutdeild í sameiginlegum kostnaði við greiðslu samkvæmt sáttinni sé lokið. „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað. - Stjórn Eyþings hefur aldrei haldið því fram að Pétur Þór hafi farið fram á trúnað um dómsátt sem gerð var. - Staðhæfingar Péturs Þórs um að sátt hafi tekist milli hans og undirmanns eru ekki á rökum reistar. - Heildarupphæð kostnaðar af starfslokum framkvæmdastjóra helst óhjákvæmilega í hendur við þau starfskjör sem hann naut hjá Eyþingi. - Af okkar hálfu lauk málinu með sáttinni 27. janúar 2020 og í framhaldinu var það afgreitt af öllum 13 aðildarsveitarfélögunum og teljum við því ekki ástæðu til frekari umræðu um það,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11