Innlent

Katrín hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Ríkisstjórn Íslands kynnir tillögur í efnahagsaðgerðum
Ríkisstjórn Íslands kynnir tillögur í efnahagsaðgerðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist stolt af íslensku samfélagi nú þegar árið 2020 er senn á enda og hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld. Þetta segir Katrín í færslu á Twitter.

„Ég er ótrúlega stolt af samfélaginu okkar sem hefur sýnt samheldni, þrautsegju og hugrekki á árinu sem senn líður undir lok. Gleðilega hátíð kæru landsmenn og förum öll varlega í kvöld!“ skrifar Katrín.

Hún birti jafnframt kveðju á Facebook í dag ásamt mynd af sér með fjölskyldu sinni.

„Þetta ár var svo sannarlega krefjandi fyrir okkur öll. Á slíkum tímum skiptir máli að eiga góða að og það á ég svo sannarlega í þessum fjórum drengjum,“ skrifar Katrín á Facebook. „Og kæru vinir, þakka ykkur líka fyrir stuðninginn á árinu, hann hefur verið dýrmætur. Gleðilegt ár, það eru bjartari tímar framundan,“ bætir forsætisráðherra við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.