Sport

Fær helming launa sinna í Bitcoin rafmynt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
NFL-leikmaðurinn Russell Okung fer nýjar leiðir í að fá launin sín borguð.
NFL-leikmaðurinn Russell Okung fer nýjar leiðir í að fá launin sín borguð. Getty/Harry Aaron

NFL-leikmaðurinn Russell Okun fær ágætlega borgað fyrir þetta tímabil með Carolina Panthers en en aðeins helmingur launa hans verða borguð í peningum.

Russell Okun spilar sem sóknarlínumaður með Carolina Panthers og fær þrettán milljónir dollara fyrir 2020 tímabilið eða rúman 1,6 milljarð íslenskra króna.

Okun hefur nú staðfest að hann fái sex og hálfa milljón dollara, helming launa sinna, borgaða í sýndargjaldmiðlinum Bitcoin. Það eru 832 milljónir íslenskra króna.

Það er ekki einfalt fyrir forráðamenn Carolina Panthers að borga leikmanninum í rafmynt en hann óskaði eftir þessu fyrir ári síðan.

Carolina Panthers fór í samstarf við Zap í Bitcoin heiminum. Carolina mun leggja inn helming launa Okun í "Strike" hjá Zap sem mun síðan skipta upphæðinn í rafmyntina. Bitcoin rafmyntin verður síðan lögð inn á rafrænt veski Russell Okun.

Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun mála og hvort að fleiri íþróttamenn muni í framhaldinu sækjast eftir að fá útborgað í sýndargjaldmiðlinum Bitcoin.

Russell Okung er 32 ára gamall og á mjög farsælan feril að baki. Hann var valinn sjötti í nýliðavalinu fyrir tíu árum síðan. Hann hefur frá 2010 spilað með fjórum liðum í NFL-deildinni eða Seattle Seahawks (2010–2015), Denver Broncos (2016), Los Angeles Chargers (2017–2019) og Carolina Panthers (2020–present).

Hann var NFL-titilinn með Seattle Seahawks í Súper Bowl leiknum 2014 og hefur tvisvar sinnum verið kosinn í stjörnulið ársins.

Russell Okung will receive $6.5 million in Bitcoin in 2020 as the Carolina Panthers have platformed with the Bitcoin platform Zap.

Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 29. desember 2020
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×