Innlent

Réðst á starfs­mann sem fór fram á grímu­notkun

Sylvía Hall skrifar
Lögreglu barst tilkynning um atvikið klukkan 18:30.
Lögreglu barst tilkynning um atvikið klukkan 18:30. Vísir/Unsplash

Einn var handtekinn í verslun í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi fyrir að ráðast á starfsmann. Starfsmaðurinn hafði beðið viðkomandi um að nota grímu inni í versluninni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er starfsmaðurinn ekki alvarlega slasaður eftir árásina. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður í dag.

Virkt eftirlit var með sóttvörnum á veitingastöðum í gærkvöldi og í nótt og var ástandið nokkuð gott að mati lögreglu.

Ellefu voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.